Óviss um að komast heim aftur

Birgitta Jónsdóttir, þingkona.
Birgitta Jónsdóttir, þingkona. mbl.isKristinn Ingvarsson

Birgitta Jónsdóttir, þingkona, heldur utan til Bandaríkjanna á miðvikudag. Á Facebook síðu hennar segir hún að það líði að því að hún fari í svaðilför til Bandaríkjanna til að vekja athygli á því að 5. apríl séu þrjú ár liðin síðan WikiLeaks í samstarfi við RÚV sýndi myndband frá Írak þar sem sjá mátti morð á saklausum borgurum.

„Ég fer á miðvikudaginn og við mér tekur viðamikil dagskrá þar sem ég mun gera mitt besta til að vekja athygli á mikilvægi þess að stjaksetja ekki afhjúpendur sem miðla glæpsamlegu athæfi yfirvalda til almennings, eins og gert hefur verið við Bradley Manning,“ segir Birgitta á síðu sinni.

Hún segist ætla að hitta mannréttinda lögfræðinga og aðgerðarsinna og að hún muni setja upp ljósmyndasýningu úr myndbandinu og frá hermönnum sem fann börnin.

„Þetta verður stórmerkileg ferð og von mín að ég komi reynslunni ríkari heim í næstu viku. Ef ég kem ekki heim treysti ég á að það ríki ekki þögn um það hér heima,“ segir Birgitta.

Myndbandið sem um ræðir má finna hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert