Víðast hvar greiðfært

mbl.is/Sigurður Bogi

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á  fjallvegum en að mestu greiðfært á láglendi. Snjóþekja er þó á Dynjandisheiði og hálka á Hrafnseyrarheiði.  Þungfært er frá Bjarnarfirði norður í Árneshrepp að sögn Vegagerðarinnar.

Vegir á Norðurlandi vestra er að mestu auðir en á Norðausturlandi er eitthvað um  hálkubletti og snjóþekju á nokkrum fáfarnari vegum. Þungfært er á Dettifossvegi.

Á Austurlandi er snjóþekja á Vatnsskarði eystra og á Vopnafjarðarheiði en hálkublettir á Breiðdalsheiði en flestar aðrar leiðir eru greiðfærar. 

Vegir á Suðausturlandi eru einnig greiðfærir.

Vegir eru að mestu auðir bæði á Suður- og Vesturlandi. Hálkublettir eru þó á Hellisheiði.

Varúð

Vegfarendur sem fara um Þverárfjall, veg númer 744, eru beðnir að sýna aðgát því þar er vegur mjög ósléttur og er hraði því tekinn niður í 70 km/klst.

Hringvegur við Núpsvötn/Súlu

Vegna viðgerða á brúargólfi á einbreiðri brú yfir Núpsvötn/Súlu á Skeiðarársandi má búast við umferðartöfum þar milli kl. 8 og19 virka daga til 19. apríl.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru nú þungatakmarkanir á flestum vegum á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert