Bændasamtök Íslands halda opinn hádegisfund í Bændahöllinni, Hóteli Sögu, miðvikudaginn 3. apríl kl. 12:00-13:30. Fundarefnið er sú áhætta sem felst í innflutningi á hráu kjöti til landsins.
Í frétt frá Bændasamtökunum segir að sem kunnugt er hefur ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, gefið út bráðabirgðaniðurstöðu um að bann íslenskra stjórnvalda við innflutningi á hráu kjöti standist ekki ákvæði EES-samningsins.
Bændasamtökin segjast alla tíð haldið á lofti sterkum rökum sem mæla gegn innflutningi á hráu kjöti. Til að ræða þessi mál boða samtökin til hádegisfundar þar sem verða haldin tvö stutt erindi um málefnið og umræður á eftir.
Dagskrá
Smitsjúkdómastaða íslensks búfjár
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum
Innflutt fersk matvæli og sýkingaráhætta
Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans
Umræður í lok erinda.