Stór skjálfti austur af Grímsey

Skjálfti upp á 5,3 mældist rétt fyrir klukkan eitt í …
Skjálfti upp á 5,3 mældist rétt fyrir klukkan eitt í nótt 16,1 km austur af Grímsey. Af vef Veðurstofu Íslands

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt mældist skjálfti að stærðinni 5,4 um 14 km austur af Grímsey. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi. Þá mældist annar upp á 4,1 14,3 km austur af Grímsey á sama tíma og sá þriðji upp á 3,1 um 13,9 km norðaustur af Grenivík. Allir á sama tíma samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að búast megi við talsverðri eftirskjálftavirkni í kjölfarið. Búast megi við að virknin haldi áfram og að fleiri skjálftar finnist. Ekki sé hægt að útiloka að skjálftar að svipaðri stærð komi í kjölfarið.

Eins og mbl.is hefur áður greint frá hefur verið viðvarandi skjálftahrina í allt kvöld og undanfarna daga en þó dró úr virkninni í gærkvöldi og byrjaði ekki aftur fyrr en síðdegis í dag.

Um 13 mínútur gengnar í tvö mældist svo skjálfti upp á 3,0 á svipuðum slóðum austur af Grímsey en allmargir skjálftar upp á 2,5 og þar um kring hafa einnig mælst. Um 20 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.

Þá má sjá á vef Veðurstofunnar að stór skjálfti upp á 6,0 mældist um 114 km NNA af Kolbeinsey um 12 mínútur gengnar í tvö í nótt. Hafa verður þann fyrirvara á að hluti af tölunum eru óyfirfarnar á vef Veðurstofunnar.

Fylgjast með skjálftum í tölvunni

Eins og sést mældist skjálfti um 114 km norður af …
Eins og sést mældist skjálfti um 114 km norður af Kolbeinsey. Hann mældist um 6,0 NNA af eynni. Af vef Veðurstofu Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert