Segir Aðalstein misskilja orð sín

Kjúklingur
Kjúklingur

Andrés Magnús­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu seg­ir Aðal­stein Bald­urs­son, formann Fram­sýn­ar mis­skila sig og taka orð hans úr sam­hengi en Aðal­steinn hef­ur farið fram á af­sök­un­ar­beiðni frá Andrési.

Kref­ur fram­kvæmda­stjóra SVÞ um af­sök­un­ar­beiðni

„Aðal­steinn kýs að mis­skilja og taka úr sam­hengi orð mín í frétt­inni. Í þeim fólst ekk­ert vanþakk­læti í garð þess inn­flutta vinnu­afls sem hingað kem­ur til að vinna. Því eins og Aðal­steinn bend­ir rétti­lega á reiðir versl­un­in sig m.a. á starfs­krafta þess.

Það sem ég var að benda á, er að það er ekk­ert sér­stakt við hvíta kjötið, svína­kjöt og kjúk­linga, sem fram­leitt er fyr­ir ís­lensk­an markað, að stóru leyti af tveim­ur stór­um iðnfyr­ir­tækj­um. Þarna er um að ræða nokkra tugi starfa sem, eins og Aðal­steinn bend­ir á, er erfitt að fá Íslend­inga til að sinna. Fóðrið sem dýr­in fá er hið sama og í Dan­mörku, Hollandi eða Frakklandi.

Það eru því eng­in skyn­sam­leg rök fyr­ir því að ís­lensk­ir neyt­end­ur eigi að greiða mun hærra verð fyr­ir þess­ar vör­ur. Þetta er ein­föld spurn­ing um al­manna­hags­muni á kostnað sér­hags­muna ör­fárra fyr­ir­tækja.

Eins og staðan er í dag verður með öll­um ráðum að auka kaup­mátt ís­lenskra heim­ila og þegar neysla á hvítu kjöti er um helm­ing­ur þess kjöts sem heim­il­in neyta þá er ekki hægt að horfa fram á þá miklu hags­muni - þá gríðarlegu kjara­bót sem verið er að fórna fyr­ir sér­hags­muni fárra. Svarið er ein­falt. Að sjálf­sögðu á að af­nema tolla og höft á þess­um vör­um. Taka á heild­ar­hags­muni fram yfir sér­hags­muni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert