Íbúi í Grímsey: Ég er skíthræddur við þetta

Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Úr safni.
Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Úr safni. mbl.is/Einar Falur

„Þetta er að ró­ast veru­lega; byrjaði í gær­kvöldi og er í raun­inni dottið mjög mikið niður,“ seg­ir Bene­dikt Ófeigs­son, jarðvís­indamaður hjá Veður­stofu Íslands, um jarðskjálfta­hrin­una við Gríms­ey. Um 150 jarðskjálft­ar mæld­ust á svæðinu í nótt, flest­ir und­ir þrem­ur stig­um að stærð. Íbúar í Gríms­ey halda ró sinni en þykir þetta ónota­legt.

Bene­dikt seg­ir í sam­tali við mbl.is að stærð skjálft­anna sé að minnka og þá hafi dregið veru­lega úr fjölda þeirra. Mun öfl­ugri hrina varð í fyrrinótt en meg­in­skjálft­inn, sem varð um eitt­leytið aðfar­arnótt 2. apríl, mæld­ist vera 5,5 stig.

Í kjöl­farið lýsti rík­is­lög­reglu­stjóri, að höfðu sam­ráði við vís­inda­menn, lög­reglu­stjór­ana á Sauðár­króki, Ak­ur­eyri og Húsa­vík, yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrin­unn­ar. Óvissu­stigið er enn í gildi.

Aðspurður seg­ir Bene­dikt að miðað við nú­ver­andi mæl­ing­ar þá sé út­lit fyr­ir að skjálfta­hrin­an sé að deyja út. „Það eru miklu færri skjálft­ar sem fara yfir þrjá núna í nótt og tíðni skjálfta er að minnka mjög mikið,“ seg­ir hann. Menn verði hins veg­ar að bíða og sjá hvort hrin­an sé í raun og vera að renna sitt skeið eður ei. Ekki sé hægt að úti­loka að ný hrina fari af stað eft­ir stutt hlé.

Hann seg­ir að um það bil 150 jarðskjálft­ar hafi mælst í nótt en að þeir hafi verið marg­falt fleiri frá því á mánu­dag.

Mjög ónota­legt

Sig­urður Bjarna­son, íbúi í Gríms­ey, seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki hafa fundið fyr­ir jarðhrær­ing­un­um í eynni í nótt en hann fann vel fyr­ir jarðskjálftun­um í fyrrinótt. Þá hafi verið mik­il læti og titr­ing­ur rétt fyr­ir og eft­ir miðnætti.

Aðspurður seg­ir Sig­urður að Gríms­ey­ing­ar haldi al­mennt ró sinni en þetta sé vissu­lega óþægi­legt.

„Ég er skít­hrædd­ur við þetta en við höld­um al­veg ró okk­ar svona þannig að við erum ekk­ert að far­ast úr stressi. Al­mennt þykir fólki þetta hund­leiðin­legt og það eru marg­ir sem finnst þetta vera mjög ónota­legt,“ seg­ir Sig­urður sem hef­ur verið bú­sett­ur í Gríms­ey alla sína ævi, eða í tæp 60 ár.

Þá seg­ir hann að hrin­an nú sé í takt við það sem verið hef­ur á svæðinu á und­an­förn­um árum. „Þessi er svosem ekk­ert öðru­vísi held­ur en aðrar hrin­ur sem hafa komið,“ seg­ir hann. Sig­urður bæt­ir við að hann viti ekki til þess að nokk­urt eigna­tjón hafi orðið af völd­um skjálft­anna.

„Þetta mjög ónota­legt og er al­gjör óþarfi. En ég hef nú samt meiri áhyggj­ur af Kór­eu­skag­an­um,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.

Upp­lýs­ing­ar um jarðskjálfta á vef Veður­stofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert