Féll í sprungu á Sólheimajökli

Sólheimajökull
Sólheimajökull mbl.is/Brynjar Gauti

Ferðamaður féll ofan í sprungu á Sólheimajökli í dag en hann var þar á ferðalagi með leiðsögumanni.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er búið að bjarga manninum upp úr sprungunni og eru meiðsl hans lítilsháttar.

Um þrjúleytið í dag voru björgunarsveitirir frá Vík, Hvolsvelli, Hellu og Landeyjum ásamt fjallabjörgunarmönnum af höfuðborgarsvæðinu kallaðir út vegna óhappsins á Sólheimajökli. Fjallabjörgunarmenn fóru með þyrlu Landhelgisgæslu sem einnig var kölluð út.

Tildrög málsins voru þau að tilkynning barst um að maður hefði fallið í sprungu og væri með minnkandi meðvitund. Hann var í ferð hjá ferðaskrifstofu sem býður jöklagöngur á þessu svæði. Rúmri hálfri klukkustund síðar var tilkynnt að maðurinn væri kominn upp úr sprungunni og á leið niður jökulinn. Var því aðgerðin afturkölluð og björgunarmönnum snúið til síns heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert