Hegningarhúsið verði safn

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. mbl.is

Í gær var fyrsta skóflustungan tekin að fangelsinu á Hólmsheiði. Við athöfnina flutti Páll Winkel, fangelsismálastjóri, ávarp og viðraði þá hugmynd að Hegningarhúsið við Skólavörðustíg yrði gert að safni um réttarvörslukerfið á Íslandi. Nýja fangelsið mun leysa Hegningarhúsið og fangelsið í Kópavogi af hólmi.

„Það er gríðarleg saga í þessu húsi,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í samtali við mbl.is. „Það er ákaflega spennandi að vera með safn sem væri þá bæði lögregluminjasafn og réttarvörslusafn,“ sagði Páll. „Mér finnst allt mæla með því.“

Starfshópur settur á laggirnar

„Mér líst afar vel á þessa hugmynd Páls,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. "Ég ætla að taka hann á orðinu og setja á laggirnar starfshóp sem fjalla mun um tillögur um framtíðarnot hússins."

Að sögn Ögmundar hafa komið fram ýmsar tillögur um nýtingu hússins. Samstarfshópurinn mun fjalla um þessar tillögur, ásamt tillögu Páls. „Aðalmálið er að setja þessa vinnu í gang,“ sagði Ögmundur. „Við höfum þetta ár og næsta til að taka endanlega ákvörðun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert