Ástfangið par í hreiðurgerð

Svandís og maki henn­ar eiga von á „erf­ingja“ og hafa hafið hreiður­gerð. Lík­lega er rétt­ara að tala um „erf­ingja“ - í fleir­tölu - en þeir skipta nú þegar tug­um. 

Álft­in Svandís er með ein­dæm­um vana­föst en hún er tal­in hafa verpt í hólm­an­um í Bakka­tjörn á Seltjarn­ar­nesi í 18 ár.

Nú er hún enn og aft­ur far­in að und­ir­búa fjölg­un í fjöl­skyld­unni. Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd sem Björn Ingvars­son sendi mbl.is og tek­in var í morg­un, eru Svandís og maki henn­ar dug­leg við hreiður­gerðina. 

Þess má geta að 18. maí í fyrra birt­ist frétt á mbl.is um að Svandís væri kom­in með þrjá unga. Það er því lík­lega enn mánuður til stefnu hjá par­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert