Hafísinn var veiklulegur

Vísindamenn unnu að margvíslegum rannsóknum á ísnum. Auk þess að …
Vísindamenn unnu að margvíslegum rannsóknum á ísnum. Auk þess að rannsaka ís við skipshlið var flogið með þyrlu út á ísinn. mbl.is//Ingibjörg Jónsdóttir

„Þrátt fyrir að hafa fylgst með þróuninni undanfarin ár kom það mér samt á óvart að sjá hvað ísinn er veiklulegur í raun og veru,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, hafísfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.

Hún sigldi með Snædrekanum þvert yfir Norður-Íshafið í ágúst og september 2012. Þá var hafísinn á norðurhjara í sögulegu lágmarki. Ingibjörg sagði að leiðangurinn hefði skilað afskaplega verðmætum gagnasöfnum um ástand hafísþekjunnar við þetta lágmark.

„Megnið af ísnum sem er þarna núna er minna en ársgamalt. Ísþekjan hefur veikst mörg undanfarin ár. Ísinn er þunnur og veður og öldur brjóta hann auðveldar upp en gamla ísinn,“ sagði Ingibjörg. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hún  uggvænlegt hvað breytingarnar gerðust hratt á norðurslóðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert