Bandarísk stjórnvöld reyndu að beita fortölum gagnvart íslenskum stjórnvöldum þegar þau undirbjuggu viðurkenningu Íslands á fullveldi Palestínu árið 2011. Þetta kemur fram í vikublaðinu Reykjavík í dag, en rætt er við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Fram kemur að bandarísk stjórnvöld hafi hætt um leið og WikiLeaks málið kom upp. Össur segir að íslensk stjórnvöld hafi íhugað þann möguleika að viðurkenningin gæri hugsanlega leitt til aðgerða gegn íslenskum hagsmunum.
Í viðtalinu greinir Össur frá því að hann hafi m.a. fengið hringingar frá George Mitchell, fyrrverandi leiðtoga demókrata í bandarísku öldungadeildinni, sem þá var sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Hringingarnar hafi hins vegar hætt þegar WikiLeaks málið kom upp.
Össu segir að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Palestínu sé sú ákvörðun sem hann sé einna stoltastur af.