Rukkað fyrir kvikmyndun á Þingvöllum

Öxarárfoss á Þingvöllum.
Öxarárfoss á Þingvöllum. mbl.is/Ómar
Innheimta á gjald af fyrirtækjum sem fá heimild til að kvikmynda á Þingvöllum. Gjaldið á að standa undir umsýslu vegna vaxandi kvikmyndagerðar í friðlandinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en þar er haft eftir formanni Þingvallanefndar að ekki eigi að nýta þjóðgarðinn í auglýsingaskyni.
Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sé óheimilt að kvikmynda í garðinum án sérstaks leyfis og þannig hafi það ávallt verið. Þetta sé m.a. „vörn gegn því að menn fari að gera Þingvelli að sínu lógói eða taka þjóðgarðinn í auglýsingaskyni fyrir eitt eða annað,“ segir Álfheiður í samtali við Fréttablaðið.

Hún tekur hins vegar fram að gjaldtakan eigi ekki við myndatöku almennings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert