Veiða sér til matar í róðri milli Noregs og Íslands

Fjór­ir Íslend­ing­ar hyggj­ast róa á milli Nor­egs og Íslands í sum­ar. Til verks­ins nota menn­irn­ir sér­stak­an út­hafsróðrabát til að róa yfir Norður-Atlants­hafið. Eng­inn hef­ur gert þetta áður svo vitað sé til. 

Róið verður í fyrsta áfanga frá Nor­egi til Orkn­eyja og þaðan áleiðis til Fær­eyja áður en farið er til Íslands. Saga Film hef­ur hafið tök­ur á heim­ilda­mynd um leiðang­ur­inn.

Stysta leið á milli land­anna er 1600 kíló­metr­ar en að sögn Eyþórs Eðvarðsson­ar, sem er einn fjór­menn­ing­anna, má gera ráð fyr­ir því fyr­ir því að ferðin sé um 2500 kíló­metr­um í sjó vegna straums og vinda. Auk Eyþórs verða þeir Ein­ar Örn Sig­ur­dórs­son, Kjart­an Jakob Hauks­son og Svan­ur Wilcox með í för. 

Leggja af stað á þjóðhátíðar­degi Norðmanna

Hann seg­ir að meðal­hraðinn sé um 5 kíló­metr­ar á klukku­stund. Lagt verður af stað frá Kristiansand, 17. maí á þjóðhátíðar­degi Norðmanna. „Við verðum von­andi komn­ir til Íslands und­ir lok júlí eft­ir það get­ur verið allra veðra von og ekki eins gott að róa í slík­um aðstæðum,“ seg­ir Eyþór.

Bát­inn keyptu þeir frá Hollandi. Hann veg­ur 1,6 tonn og er út­bú­inn rými til gist­ing­ar auk stjórn­klefa. Eyþór seg­ir tvo róa í einu á meðan tveir hvíla sig all­an sól­ar­hring­inn. Hann seg­ir að hug­mynd­in hafi kviknað út frá kapp­róðrar­degi á sjó­manna­deg­in­um. Vist­ir til þriggja mánaða verða um borð.

„Við erum líka með eim­ing­argræj­ur sem gera okk­ur kleift að eima vatn. Við þurf­um mikið að drekka. Svo erum við með veiðistöng sem við get­um notað til að veiða okk­ur til mat­ar,“ seg­ir Eyþór.

Verða lík­lega sjó­veik­ir 

Hann seg­ir að bát­ur­inn verði í sam­bandi við Sigl­inga­mála­stofn­un á hverj­um degi. All­ir hafa þeir farið í slysa­varn­ar­skóla sjón­manna. All­ir eiga menn­irn­ir ræt­ur að rekja til Vest­fjarða og hafa unnið við sjó­störf. „En við verðum lík­lega sjó­veik­ir, við slepp­um lík­leg­ast ekki við það,“ seg­ir Eyþór.

Und­ir­bún­ing­ur ferðar­inn­ar hófst fyr­ir einu og hálfu ári. ,,Við höf­um nýtt tím­ann í að koma okk­ur í form. Við höf­um róið í um klukku­tíma á dag, lækkað púls­inn til að vera eins og góð dísil­vél. Við mun­um brenna upp und­ir 7 þúsund kal­orí­um á sól­ar­hring. Því þurf­um við að borða, drekka og sofa vel. En við mun­um grenn­ast það er ljóst,“ seg­ir Eyþór.

Á slóðir Auðar djú­púðgu

Bát­ur­inn heit­ir Auður djú­púðga eft­ir kven­skör­ungn­um mikla. „Hún teng­ir sam­an allt svæðið sem við róum um. Hún er frá Nor­egi, hún kynnt­ist Ólafi Hvíta á Orkn­eyj­um, svo fór hún til Fær­eyja líka. Í Orkn­eyj­um mun­um við hitta fyr­ir sagna­mann sem seg­ir frá tengsl­um Íslend­inga við Orkn­eyj­ar, sama verður gert í Fær­eyj­um. Íslend­ing­ar skrifuðu sögu Fær­ey­inga og sögu Orkn­ey­inga. Því vilj­um við minna á þessi sögu­legu tengsl sem þarna eru,“ seg­ir Eyþór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert