Sex af þeim 47 Íslendingum sem nú eru hundrað ára eða eldri hafa átt systkini sem urðu hundrað ára. Frá þessu er sagt á Facebooksíðu um langlífi og það talið geta bent til þess að langlífi sé að einhverju leyti ættgengt.
Þar er þess getið að svonefndir umhverfisþættir hafi örugglega einnig mikið að segja, heilbrigðir lífshættir hafi alltaf verið sagðir skipta máli og sumir hafi haldið því fram að jákvætt lífsviðhorf saki ekki.
- Guðrún Jónsdóttir í Hafnarfirði er 106 ára en Matthea systir hennar varð 102 ára.
- Guðný Ásbjörnsdóttir í Reykjavík er 105 ára en Guðrún systir hennar varð 100 ára.
- Hlíf Böðvarsdóttir í Reykjavík er 103 ára en Ragnheiður systir hennar varð 100 ára.
- Ingrid Sigfússon í Reykjavík er 103 ára en Edel systir hennar varð 103 ára og Bjarni bróðir hennar 101 árs.
- Bergþóra Þorsteinsdóttir í Reykjavík er 100 ára en Sigríður systir hennar varð 100 ára.
- Gunnar Jónsson í Stykkishólmi er 100 ára en Sæmundur bróðir hans varð 101 árs.
Guðrún Jónsdóttir í Hafnarfirði er 106 ára en Matthea systir hennar varð 102 ára.