Fjölbreytni að hafa bæði hálfan prest og fullan

Enn hefur ekki verið ráðið í þá hálfu stöðu prests á sunnanverðum Vestfjörðum sem kirkjuþing samþykkti síðastliðið haust að kæmi í stað sóknarprests á Tálknafirði og Bíldudal. Auglýsa átti embættið um síðastliðin áramót. 

Samkvæmt heimildum bb.is hafa mörg óljós vandkvæði fylgt hálfu stöðugildunum og þannig tafið það ferli að sóknarpresturinn á Patreksfirði, sr. Leifur Ragnar Jónsson, fái sér til fulltingis annan prest.

Velja á í valnefnd í næstu viku og segir Leifur Ragnar það „augljós merki þess að nú er komið að því að auglýsa og þá bíðum við spennt eftir því að umsóknirnar fari að streyma inn“.

Spurður hvort hálf staða prests dugi til að halda uppi þjónustustigi kirkjunnar á svæðinu segir Leifur að ákveðin fjölbreytni geti falist í því að hafa bæði hálfan prest og fullan.

Lesa frétt Bæjarins besta í heild hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert