Grunaður um ólöglegar veiðar

Þyrla Gæslunnar á flugi.
Þyrla Gæslunnar á flugi. mynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar stöðvaði í dag bát að handfæraveiðum innan reglugerðarhólfs þar sem bannaðar eru veiðar vegna hrygningarstopps. Var báturinn færður til hafnar og tók lögregla á móti honum.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar. Gæslan brýnir fyrir sjómönnum að fylgjast vel með lokunum sem eru í gangi hverju sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka