Stálu Jim Beam og sjálfskiptingarvökva

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Síðdegis á föstudaginn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning þess efnis að fjórir menn hefðu sést á hlaupum frá verslunarmiðstöðinni í Njarðvík. Þeir voru grunaðir um að hafa stolið áfengi úr vínbúðinni þar, auk varnings úr Bílanausti.

Lögreglumenn brugðust skjótt við og hlupu mennina uppi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð.

Einn þeirra viðurkenndi þar að hafa stolið Jim Beam viskíflösku og tveimur brúsum af sjálfskiptingarvökva. Hann gat vísað lögreglu á staðinn þar sem hann lét flöskuna frá sér á hlaupunum og var henni skilað í vínbúðina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert