Meðallaunin 402 þúsund

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Reglu­leg laun full­vinn­andi launa­manna á ís­lensk­um vinnu­markaði voru 402 þúsund krón­ur að meðaltali árið 2012. Al­geng­ast var að reglu­leg laun væru á bil­inu 300-350 þúsund krón­ur og voru 18% launa­manna með laun á því bili.

Þá voru um 65% launa­manna með reglu­leg laun und­ir 400 þúsund krón­um á mánuði. Reglu­leg laun full­vinn­andi karla voru 436 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krón­ur.

Heild­ar­laun full­vinn­andi voru að meðaltali 488 þúsund krón­ur á mánuði. Helm­ing­ur launa­manna var með heild­ar­laun und­ir 432 þúsund krón­um árið 2012 sem var miðgildi heild­ar­launa. Þá voru tæp­lega 30% launa­manna með heild­ar­laun á bil­inu 350-450 þúsund krón­ur. Greidd­ar stund­ir voru að meðaltali 43,1 á viku. Heild­ar­laun full­vinn­andi karla voru 548 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 425 þúsund krón­ur, sam­kvæmt niður­stöðu launa­könn­un­ar Hag­stofu Íslands.

Kenn­ar­ar með lægstu laun­in en fjár­mála­geir­inn er með þau hæstu

Reglu­leg laun voru hæst í at­vinnu­grein­inni fjár­mála- og vá­trygg­inga­starf­semi  árið 2012, eða 584 þúsund krón­ur hjá full­vinn­andi launa­mönn­um. Lægst voru laun­in í at­vinnu­grein­inni fræðslu­starf­semi eða 346 þúsund krón­ur að meðaltali.

Reglu­leg laun á al­menn­um vinnu­markaði voru 423 þúsund krón­ur að meðtali á mánuði hjá full­vinn­andi launa­mönn­um og var um helm­ing­ur launa­manna á al­menn­um vinnu­markaði með reglu­leg laun und­ir 354 þúsund­um króna en það var miðgildi reglu­legra launa. Reglu­leg laun op­in­berra starfs­manna voru 378 þúsund krón­ur að meðaltali og miðgildi þeirra var 352 þúsund krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert