Prestar eiga ekki að leita sátta í ofbeldismálum

Guðný Jóna Kristjánsdóttir.
Guðný Jóna Kristjánsdóttir. Skjáskot úr Kastljósi.

Það á aldrei að vera hlut­verk presta að vera sátt­ar­gjörðaraðili milli þolenda og gerenda í of­beld­is­mál­um. Þetta skrif­ar Sól­veig Lára Guðmunds­dótt­ir, vígslu­bisk­up á Hól­um.

Sól­veigu hef­ur verið falið af bisk­upi Íslands að skoða aðkomu prests­ins á Húsa­vík í máli Guðnýj­ar Jónu Kristjáns­dótt­ur, sem kom fram í Kast­ljósi í fyrra­kvöld og sagði frá eft­ir­mál­um nauðgun­ar sem hún varð fyr­ir árið 1999.  Fund­ur hef­ur verið boðaður með sókn­ar­prest­in­um og sókn­ar­nefnd á Húsa­vík í dag síðdeg­is.

Á bloggi Sól­veig­ar Láru seg­ir:

Eft­ir þá skoðun mun ég skýra út hvernig aðkoma presta á að vera þegar skjól­stæðing­ar hafa orðið fyr­ir of­beldi.  Þeir minn­ispunkt­ar fara hér á eft­ir:

  1. Það á aldrei að vera hlut­verk presta að vera sátt­ar­gjörðaraðili milli þolenda og gerenda í of­beld­is­mál­um.
  2. Prest­ur er sálusorg­ari í þeim skiln­ingi að hann eða hún hlust­ar á alla og sýn­ir þeim skiln­ing og veit­ir þeim styrk.
  3. Það er mik­il­vægt að þolend­um of­beld­is sé trúað og þeim veitt sú fag­lega hjálp og stuðning­ur sem viðkom­andi þarf á að halda.
  4. Gerend­ur geta líka leitað til presta og þau hlusta á alla, en taka aldrei af­stöðu með of­beld­is­mönn­um.
  5. Þegar um of­beld­is­sam­búð er að ræða eiga prest­ar ekki að leita sátta, held­ur hjálpa þoland­an­um út úr of­beld­is­sam­búðinni.
  6. Prest­ar veita sál­gæslu í fang­els­um meðal dæmdra saka­manna, en samþykkja aldrei glæp­inn sem fram­inn hef­ur verið.
  7. Þegar klofn­ing­ur verður í sam­fé­lög­um er hlut­verk prests­ins á hlusta á ein­stak­linga, en ekki hópa.  Það er síðan vett­vang­ur pre­dik­un­ar­stóls­ins að boða sátt í sam­fé­lag­inu, ekki með því að ágrein­ing­ur­inn sé þaggaður niður held­ur að hver og einn fái um­hugs­un­ar­efni til að taka af­stöðu til.
  8. Það er mik­il­vægt að setja sig ekki í dóm­ara­sæti hvorki yfir þolenda né gerenda.  Þolandi á rétt á því að fá stuðning sam­fé­lags­ins, en ger­and­inn fær sinn dóm frá dóm­stól­um.

Lær­dóm­ur:  Mik­il­vægt frá kirkj­unn­ar hálfu að all­ir prest­ar geri sér grein fyr­ir þess­um grund­vall­ar­atriðum.

Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir.
Séra Sól­veig Lára Guðmunds­dótt­ir. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert