Veður fer kólnandi

Hitaspá Veðurstofu Íslands sem gildir klukkan 9 í dag.
Hitaspá Veðurstofu Íslands sem gildir klukkan 9 í dag. www.vedur.is

Nokkuð hefur kólnað í veðri, en klukkan 6 í morgun var norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s og él, en léttskýjað SV-lands. Frost um allt land, mest 13 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Í Reykjavík var ANA 3 m/s, heiðskírt og -4°C. 7 stiga frost var á Akureyri, N 0m/s og léttskýjað. Á Bolungarvík snjóaði, þar var hiti -5°C, 5 m/s.

Á Egilsstaðaflugvelli var N 5m/s, skýjað og hiti -6°C. Á Kirkjubæjarklaustri var NV 3 m/s, skýjað og-3°C.

Veðurhorfur á landinu eru sem hér segir: Norðaustan 8-15 m/s og víða él, en yfirleitt þurrt og bjart á SV-landi. Hiti kringum frostmark S-lands yfir daginn, annars frost á bilinu 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-til.

Næstu daga er gert ráð fyrir norðaustanátt og að kalt verði í veðri. Él, einkum fyrir norðan. Hvassviðri og slydda eða rigning á sunnudag, en snjókoma á N- og NV-landi. Hægari vindur og mildara veður eftir helgi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert