„Vextir að draga lífsneista úr heimilunum“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Styrmir Kári

„Vext­ir í þessu landi eru að draga all­an lífsneista úr heim­il­un­um,“ sagði Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, á stjórn­mála­fundi sem sam­bandið átti með for­ystu­mönn­um stjórn­mála­flokk­anna í kvöld.

Gylfi sagði að meðal­fjöl­skylda á Íslandi fengi ekki lán til að kaupa meðal­íbúð þegar óverðtryggðir vext­ir væru hærri en 5,5%. Bank­arn­ir bjóða í dag 7-7,75% og Gylfi sagði að Íbúðalána­sjóður teldi sig þurfa tæp­lega 9% vexti.

„Ef okk­ur tæk­ist að ná tök­um á verðbólg­unni og verðbólgu­vænt­ing­ar færu niður í 2,5% og menn leystu úr vanda Íbúðlána­sjóðs þannig að hann væri með 2% ávöxt­un­ar­kröfu, en ekki 2,5% eins og er í dag, þá gæt­um við komið þess­um vöxt­um niður í 5%.

Ef vext­ir eru 5% af meðal­íbúð sem kost­ar 32 millj­ón­ir og lán upp á 26 millj­ón­ir, þá myndi greiðslu­byrðin lækka við það um 72 þúsund á mánuði eða um 16% af ráðstöf­un­ar­tekj­um þess­ar­ar fjöl­skyldu.

Ef við mynd­um hins veg­ar fara þá leið að lækka skuld­irn­ar um 20% og gera ráð fyr­ir því að vext­ir yrðu nokk­urn veg­inn óbreytt­ir þá myndi greiðslu­byrði ekki lækka nema um 30 þúsund. Það er því al­veg aug­ljóst að verðbólg­an er okk­ar versti óvin­ur og raun­veru­leg aðstoð við heim­il­in felst í því að ná tök­um á henni,“ sagði Gylfi.

Sam­flot ekki sjálf­gefið

Gylfi sagði að stjórn­mála­flokk­arn­ir yrðu að hafa fyr­ir því að skapa þjóðarsátt ein­hverj­ar trú­verðugar for­send­ur. Ef næsta rík­is­stjórn legði ekki fram trú­verðuga stefnu í geng­is- og verðlags­mál­um þá yrði lík­legra „að átök­in yrðu í kring­um verðtrygg­ingu launa held­ur en af­nám verðtrygg­ing­ar lána“.

Gylfi sagði ekki sjálf­gefið að verka­lýðshreyf­ing­in hefði sam­flot við gerð næstu kjara­samn­inga. Mörg fé­lög teldu að þau þyrftu að ná fram „leiðrétt­ingu launa“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert