Ekki vanþörf á úrbótum

Bláfjallakvísl á syðri Fjallabaksleið austan Mýrdalsjökuls
Bláfjallakvísl á syðri Fjallabaksleið austan Mýrdalsjökuls mbl.is/Rax

Sum­arið 2013 er stórt fram­kvæmda­sum­ar fyr­ir friðlýst svæði á Íslandi. Aldrei hef­ur meira fjár­magni verið veitt til úr­bóta á friðlýst­um svæðum en árið 2013 og svo sann­ar­lega ekki vanþörf á, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un.

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur á fjár­lög­um fengið um 149 millj­ón­ir króna til að standa fyr­ir úr­bót­um á friðlýst­um svæðum en ljóst er að líkt og rauði list­inn gef­ur til kynna að brýn nauðsyn er að sporna við þeirri nei­kvæðu þróun sem átt hef­ur sér stað á um­rædd­um svæðum, seg­ir á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

„Þó svo að fram­kvæmd­ir árs­ins 2013 munu skila tölu­verðum ár­angri í átt að því að út­rýma svæðum á rauðum lista er enn tölu­vert í land,“ seg­ir á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar en þar er hægt að sjá nöfn á þeim svæðum sem um ræðir.

 Friðlýst svæði á Íslandi eru í lok árs 2012 eru 109 tals­ins, en um­fang þeirra, eðli og ástand er eins mis­jafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna nátt­úrufars, lands­lags, jarðminja, úti­vist­ar eða sam­bland fram­an­greindra þátta. Marg­ir þætt­ir geta haft nei­kvæð áhrif á vernd­ar­gildi friðlýstra svæða.

„Þó má segja að áhrif mann­legra um­svifa séu hvað mest en friðlýst svæði eru oft vin­sæl­ir áfangastaðir ferðamanna. Sam­kvæmt heim­ild­um Ferðamála­stofu þá jókst ferðamanna­straum­ur til lands­ins um hundrað þúsund manns á milli ára 2011 og 2012 og voru tæp­lega 620.000 í lok árs 2012.

Ef spár um kom­ur ferðamanna til lands­ins ganga eft­ir þá munu Íslend­ing­ar inn­an fárra ára taka á móti einni millj­ón ferðamanna. Sam­tím­is tvö­föld­un í kom­um er­lendra ferðamanna síðastliðinn ára­tug og fjölg­un inn­lendra ferðamanna er ljóst að stuðla þarf að um­bót­um á friðlýst­um svæðum, auka land­vörslu og efla fræðslu,“ seg­ir á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert