Ekki vanþörf á úrbótum

Bláfjallakvísl á syðri Fjallabaksleið austan Mýrdalsjökuls
Bláfjallakvísl á syðri Fjallabaksleið austan Mýrdalsjökuls mbl.is/Rax

Sumarið 2013 er stórt framkvæmdasumar fyrir friðlýst svæði á Íslandi. Aldrei hefur meira fjármagni verið veitt til úrbóta á friðlýstum svæðum en árið 2013 og svo sannarlega ekki vanþörf á, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun hefur á fjárlögum fengið um 149 milljónir króna til að standa fyrir úrbótum á friðlýstum svæðum en ljóst er að líkt og rauði listinn gefur til kynna að brýn nauðsyn er að sporna við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað á umræddum svæðum, segir á vef Umhverfisstofnunar.

„Þó svo að framkvæmdir ársins 2013 munu skila töluverðum árangri í átt að því að útrýma svæðum á rauðum lista er enn töluvert í land,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en þar er hægt að sjá nöfn á þeim svæðum sem um ræðir.

 Friðlýst svæði á Íslandi eru í lok árs 2012 eru 109 talsins, en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða sambland framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða.

„Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest en friðlýst svæði eru oft vinsælir áfangastaðir ferðamanna. Samkvæmt heimildum Ferðamálastofu þá jókst ferðamannastraumur til landsins um hundrað þúsund manns á milli ára 2011 og 2012 og voru tæplega 620.000 í lok árs 2012.

Ef spár um komur ferðamanna til landsins ganga eftir þá munu Íslendingar innan fárra ára taka á móti einni milljón ferðamanna. Samtímis tvöföldun í komum erlendra ferðamanna síðastliðinn áratug og fjölgun innlendra ferðamanna er ljóst að stuðla þarf að umbótum á friðlýstum svæðum, auka landvörslu og efla fræðslu,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka