Öll gagnaöflun í upplausn

Ólafur Ólafsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, sagði í kjölfar frestunar á aðalmeðferð í málinu í morgun að það væri ekki sér í hag að aðalmeðferð væri frestað. Hann gagnrýnir starfshætti sérstaks saksóknara og segir að þar sé gagnaöflun í upplausn: „hann sé að hlera vitlausa menn úti í bæ“.

Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, segir að úr því sem komið var hafi þetta líklega verið besta útkoman hann er þó gagnrýnin á framgöngu verjenda í málinu og krafðist þess að réttarfarssekt yrði lögð á verjendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert