Þurfum að uppfylla Maastricht-skilyrðin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist telja að það sé hægt að ná sam­stöðu milli stjórn­mála­flokk­anna í gjald­miðlamál­um. Það liggi fyr­ir að við mun­um nota krón­una næstu árin. Hann legg­ur hins veg­ar áherslu á að við fylgj­um efna­hags­stefnu sem miðar að því að við upp­fyll­um Ma­astricht-skil­yrðin.

Ma­astricht-skil­yrðin setja ríkj­um mark­mið í verðlags­mál­um, rík­is­fjár­mál­um, geng­is­mál­um og varðandi vexti.

Sig­mund­ur Davíð sagði á fundi sem ASÍ stóð fyr­ir í kvöld um efna­hags- og at­vinnu­mál, að hvaða af­stöðu sem menn hefðu til evr­unn­ar og inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið lægi fyr­ir að við mynd­um not­ast við krónu hér næstu árin. Um þetta væri eng­inn ágrein­ing­ur og því gætu flokk­arn­ir náð sam­an um stefnu í gjald­miðlamál­um næstu árin og eins að við þyrft­um að upp­fylla Ma­astricht-skil­yrðin.

Sig­mund­ur sagði að hug­mynd­ir um að tengja krón­una strax við evru væru frá­leit­ar, sér­stak­lega ef við gerðum það með skuld­sett­an gjald­eyr­is­forða.

„Þetta sveiflu- og klík­u­sam­fé­lag væri and­styggi­legt“

Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, minnti á að við hrunið hefði Ísland misst efna­hags­legt sjálf­stæði. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hefði komið og búið til efna­hags­stefnu fyr­ir Ísland. Okk­ur hefði hins veg­ar ekki tekst vel að marka stefnu til framtíðar eft­ir að AGS sleppti hönd­un­um af Íslandi. Guðmund­ur sagði mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að læra af öðrum þjóðum og taka mark á skýrsl­um sem sér­fræðing­ar legðu fram, eins og t.d. skýrslu Seðlabank­ans í gjald­miðlamál­um.

Guðmund­ur sagði að sveifl­ur á gengi krón­unn­ar væru erfiðar fyr­ir al­menn­ing og fyr­ir­tæk­in í land­inu. Þegar gengi krón­unn­ar lækkaði á síðasta ári hefði það gerst vegna þess að stór­ir aðilar voru að safna gjald­eyri til að geta staðið skil á er­lend­um lán­um. Þetta hefði leitt til verðbólgu og til þess að skuld­ir heim­il­anna hækkuðu. Nú væru menn ekki leng­ur að safna að sér gjald­eyri og gengi krón­unn­ar hefði hækkað. Af­leiðing­in væri sú að bílaum­boðin væru að aug­lýsa lækkað verð á bíl­um. Ein­hverj­ir væru að hagn­ast á þessu. Guðmund­ur sagði að þetta sveiflu- og klík­u­sam­fé­lag væri and­styggi­legt.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi efna­hags­stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann sagði at­hygl­is­vert að þegar Sig­mund­ur Davíð væri spurður um hvort ekk­ert ætti að gera fyr­ir leigj­end­ur þá vísaði hann þeim á að fara í mál og segði að þeir sem skulduðu ættu ein­ir rétt á að fá það sem hugs­an­lega kæmi út úr samn­ingaviðræðum við vog­un­ar­sjóðina. Árni Páll minnti á að ekk­ert lægi fyr­ir um það að dóm­stól­ar myndu dæma verðtryggð lán ólög­leg og því væri ábyrgðarleysi af Sig­mundi Davíð að gefa til kynna að þeir sem greiddu verðtryggða leigu gætu unnið dóms­mál.

Pét­ur H. Blön­dal alþing­ismaður, sem mætti á fund­inn í for­föll­um Bjarna Bene­dikts­son­ar, sagði að leigj­end­ur væru um 25% heim­ila. Þeir sem væru að bjóða lausn­ir í hús­næðismál­um ætluðu ekk­ert að gera fyr­ir þenn­an hóp.

Pét­ur sagði að það ríkti aga­leysi í rík­is­fjár­mál­um. Nú­ver­andi rík­is­stjórn hefði valið þá leið að reyna að skatt­leggja sig út úr vand­an­um. Þetta hefði verið mis­tök og það væri hægt að örva efna­hags­lífið með því að lækka skatta. Hann nefndi stimp­il­gjaldið sem dæmi um skatt sem stuðlaði að frosti á fast­eigna­markaði.

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmund­ur Stein­gríms­son. mbl.is
Pétur H. Blöndal
Pét­ur H. Blön­dal mbl.is
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert