Bóndi óskast

Breskur bóndi sést hér huga að fé sínu
Breskur bóndi sést hér huga að fé sínu AFP

Eina einka­mála­aug­lýs­ing­in sem birt­ist í Bænda­blaðinu sem kom út í gær var frá konu sem aug­lýsti eft­ir bónda und­ir fyr­ir­sögn­inni „Bóndi óskast“.

Þing­eyski frétta­vef­ur­inn 641.is hringdi í núm­erið sem gefið er upp í aug­lýs­ing­unni til að for­vitn­ast aðeins um viðkom­andi.

Hún er eins og seg­ir í aug­lýs­ing­unni, ein­hleyp og á tvö börn. Annað þeirra er á grunn­skóla­aldri en hitt á leik­skóla­aldri. Hún er 37 ára göm­ul og vill gjarn­an kynn­ast bónda í sveit á svipuðum aldri.

Aðspurð sagðist hún ekki hafa mikla reynslu af al­menn­um sveita­störf­um, en var til­bú­inn til þess að flytja í sveit þar sem væri góður grunn­skóli og gott að búa. Aðspurð sagðist hún vel geta hugað sér að kynn­ast bónda í Þing­eyj­ar­sýslu og flytja þangað.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert