Eina einkamálaauglýsingin sem birtist í Bændablaðinu sem kom út í gær var frá konu sem auglýsti eftir bónda undir fyrirsögninni „Bóndi óskast“.
Þingeyski fréttavefurinn 641.is hringdi í númerið sem gefið er upp í auglýsingunni til að forvitnast aðeins um viðkomandi.
Hún er eins og segir í auglýsingunni, einhleyp og á tvö börn. Annað þeirra er á grunnskólaaldri en hitt á leikskólaaldri. Hún er 37 ára gömul og vill gjarnan kynnast bónda í sveit á svipuðum aldri.
Aðspurð sagðist hún ekki hafa mikla reynslu af almennum sveitastörfum, en var tilbúinn til þess að flytja í sveit þar sem væri góður grunnskóli og gott að búa. Aðspurð sagðist hún vel geta hugað sér að kynnast bónda í Þingeyjarsýslu og flytja þangað.