Litið alvarlegum augum

Breiða kúluskíts á botni í Syðri flóa Mývatns en kúluskítur …
Breiða kúluskíts á botni í Syðri flóa Mývatns en kúluskítur er meðal sérstæðra fyrirbæra í náttúrunni og var friðaður á Íslandi árið 2006. mbl.is/ Isamu Wakana.

„Við eig­um ör­ugg­lega eft­ir að skoða þetta og hvað ligg­ur þarna að baki. Við lít­um það auðvitað al­var­leg­um aug­um að fær­ast úr app­el­sínu­gul­um yfir í rauðan“.

Þetta seg­ir Dag­björt S. Bjarna­dótt­ir, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar Skútustaðahrepps, spurð út í skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar þar sem Mý­vatn er flokkað und­ir rauð svæði, þ.e. svæði sem eiga á hættu að tapa vernd­ar­gildi sínu eða hafa tapað því að hluta til.

Að sögn Dag­bjart­ar hef­ur sveit­ar­stjórn­in ekki haft aðstöðu til þess að skoða málið. Hún bend­ir á að sveit­ar­stjórn­in hafi fundað í fyrra­dag og að málið hefði ef­laust verið rætt þar ef menn hefðu vitað af því. Hins veg­ar hafi skýrsl­an ekki verið birt á net­inu fyrr en eft­ir að Morg­un­blaðið greindi frá henni í gær.

Í ít­ar­legri um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að grunn­vatn við norðan­vert Mý­vatn er tals­vert mengað af nær­ing­ar­efn­um sem koma fyrst og fremst frá byggðinni, að sögn Árna Ein­ars­son­ar, lífrræðings og for­stöðumanns Nátt­úru­rann­sókna­stöðvar­inn­ar við Mý­vatn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert