Nokkuð hefur verið um að fólk hafi tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum stuld á farsímum sínum. Þannig tilkynnti karlmaður að farsíma sínum hefði verið stolið á skemmtistað í umdæminu. Síminn var nýlegur og hafði kostað 100 þúsund krónur. Maðurinn sagði símann hafa verið notaðan daginn eftir að honum var stolið og hefði verið hringt úr honum til útlanda, þar á meðal til Sýrlands, fyrir þrjátíu þúsund krónur.
Þá gleymdi kona síma sínum á borði í veitingahúsið og áttaði sig ekki á því fyrr en hún var komin út í bíl. Ekki hafði liðið nema örskotsstund, en síminn var engu að síður horfinn þegar hún ætlaði að sækja hann.