Stal síma og hringdi til Sýrlands

AFP

 Nokkuð hef­ur verið um að fólk hafi til­kynnt til lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um stuld á farsím­um sín­um. Þannig til­kynnti karl­maður að farsíma sín­um hefði verið stolið á skemmti­stað í um­dæm­inu. Sím­inn var ný­leg­ur og hafði kostað 100 þúsund krón­ur. Maður­inn sagði sím­ann hafa verið notaðan dag­inn eft­ir að hon­um var stolið og hefði verið hringt úr hon­um til út­landa, þar á meðal til Sýr­lands, fyr­ir þrjá­tíu þúsund krón­ur.

Þá gleymdi kona síma sín­um á borði í veit­inga­húsið og áttaði sig ekki á því fyrr en hún var kom­in út í bíl. Ekki hafði liðið nema ör­skots­stund, en sím­inn var engu að síður horf­inn þegar hún ætlaði að sækja hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert