Ekki kerfisbundin skekkja

AFP

Viðskipta­vin­ur Voda­fo­ne upp­götvaði fyr­ir skömmu að reikn­ing­ur sem fyr­ir­tækið hafði sent hon­um hafði verið of hár um 2-3 mánaða skeið. Upp­hæðinni skeikaði um 20-30 þúsund krón­ur. Voda­fo­ne viður­kenndi í kjöl­farið mis­tök og fékk viðskipta­vin­ur­inn end­ur­greitt í sam­ræmi við þau. Jafn­framt fékk viðskipta­vin­ur­inn þau svör frá Voda­fo­ne að hann væri ekki sá eini sem hefði lent í mis­tök­um af þessu tagi.

Erfitt að úti­loka mis­tök þegar um­fangið er mikið

Hrann­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Voda­fo­ne, seg­ist ekki kann­ast við að nein kerf­is­bund­inn skekkja sé í kerf­inu af neinu tagi. Til­vikið sem um ræðir sé til­fallandi og gæti skýrst af mis­tök­um í skrán­ingu, af­skrán­ingu eða öðrum breyt­ing­um sem hafi orðið á þjón­ustu viðkom­andi. Hrann­ar tek­ur fram að viðskipta­vin­ir Voda­fo­ne séu um 100 þúsund og svona mál geti því komið upp.

„Ef skráð er vit­laust inn á reikn­ing, eða ekki skráð út þegar fólk hef­ur sagt upp þjón­ustu, eða þjón­ustu ekki sagt upp með rétt­um hætti þá get­ur þjón­usta setið eft­ir á reikn­ingi,“ seg­ir Hrann­ar. „Sann­ar­lega á þetta ekki að vera svona en þegar um­fangið er mikið er erfitt að úti­loka að mis­tök komi upp.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka