Hafa samtals lést um 1,1 tonn

Frá málþingi um matarfíkn og átvanda
Frá málþingi um matarfíkn og átvanda mbl.is/Ómar Óskarsson

Það var áhrifarík stund á málþingi um matarfíkn og átvanda þegar 28 matarfíklar stigu á svið en þeir höfðu samtals lést um 1,1 tonn. Svarar það til tæpra 40 kílóa á mann. Málþingið var haldið í tengslum við stofnun samtakanna Matarheilla.

Fram kom að fólkið hafði að meðaltali verið í fráhaldi frá mat í rúm þrjú ár. Margir höfðu losnað við sjúkdóma sem höfðu hrjáð þá lengi, ýmist alveg eða dregið úr þeim verulega. Þeir höfðu losnað við lyf, eins og sykursýkislyf, blóðfitulyf, þunglyndislyf, háþrýstingslyf og verkjalyf.

„Það er til lausn,“ er yfirskrift yfirlýsingar hópsins og niðurstaða hans er: „Öll höfum við eignast nýtt líf.“

„Vigtin er snilldin að mínu mati. Við vigtum allt sem við borðum,“ sagði Rut Jensdóttir sem sagði sögu sínu á málþingi um matarfíkn. Hún hefur glímt við offitu alla sína ævi og reynt flest sem í boði er. Eftir að hún byrjaði í meðferð hjá MFM-miðstöðinni hefur hún lést um 45 kíló.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert