Köldukvíslarvirkjun nær tilbúin

Köldukvíslarvirkjun verður skammt fyrir norðan Bakka við Húsavík.
Köldukvíslarvirkjun verður skammt fyrir norðan Bakka við Húsavík. mbl.is/Norðurþing

Fram­kvæmd­ir við Köldu­kvísl­ar­virkj­un á Tjör­nesi eru langt komn­ar og er stefnt að því að hefja raf­magns­fram­leiðslu inn­an skamms, að sögn Pét­urs Bjarna­son­ar hjá Köldu­kvísl ehf., sem á virkj­un­ina og stend­ur að fram­kvæmd­un­um.

Í mars 2007 til­kynnti Kalda­kvísl ehf. bygg­ingu allt að 2 MW virkj­un­ar í Köldu­kvísl til Skipu­lags­stofn­un­ar. Hrepps­nefnd samþykkti deili­skipu­lag virkj­un­ar­inn­ar og að samþykkt­um breyt­ing­um verður virkj­un­in 2,8 MW.

Inntak­slónið verður 1,8 ha og stífl­an allt að 110 m breið. Um 450 m lang­ur inntaks­skurður safn­ar vatni úr Fells­læk sem áður féll í Köldu­kvísl neðan Köldu­kvísl­ar­foss.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert