Köldukvíslarvirkjun nær tilbúin

Köldukvíslarvirkjun verður skammt fyrir norðan Bakka við Húsavík.
Köldukvíslarvirkjun verður skammt fyrir norðan Bakka við Húsavík. mbl.is/Norðurþing

Framkvæmdir við Köldukvíslarvirkjun á Tjörnesi eru langt komnar og er stefnt að því að hefja rafmagnsframleiðslu innan skamms, að sögn Péturs Bjarnasonar hjá Köldukvísl ehf., sem á virkjunina og stendur að framkvæmdunum.

Í mars 2007 tilkynnti Kaldakvísl ehf. byggingu allt að 2 MW virkjunar í Köldukvísl til Skipulagsstofnunar. Hreppsnefnd samþykkti deiliskipulag virkjunarinnar og að samþykktum breytingum verður virkjunin 2,8 MW.

Inntakslónið verður 1,8 ha og stíflan allt að 110 m breið. Um 450 m langur inntaksskurður safnar vatni úr Fellslæk sem áður féll í Köldukvísl neðan Köldukvíslarfoss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert