Óverulegar undanþágur

Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, og Össur Skarphéðinsson ræða við blaðamenn.
Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, og Össur Skarphéðinsson ræða við blaðamenn. mbl.is/Ómar

Engar meiriháttar undanþágur hafa verið veittar í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þetta má lesa út úr svari Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Að sögn Stefáns Hauks var um lítið að semja í þeim 11 köflum sem viðræðum er þegar lokið í. Þó megi nefna að ESB hafi fallist á fyrirkomulag verslunar með áfengi og tóbak á Íslandi. Þá hafi ESB staðfest að ef Ísland leggur neðansjávarstreng til Evrópu verði slíkt verkefni styrkhæft. Jafnframt fallist ESB á að Ísland sé og verði herlaust land.

Alls er samið um 33 kafla. Umræðum um 11 kafla er lokið og eru hafnar í 16 köflum til viðbótar. „Í þeim fer Ísland fram á margskonar sérlausnir. Margar af þeim hefur Ísland nú þegar fengið vegna EES-samstarfsins og eru þær ítrekaðar í samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðunum,“ segir hann í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka