Undirbúningur á fullu í koltrefjunum

BMW 328i við dekkjaprófanir á Spáni. .
BMW 328i við dekkjaprófanir á Spáni. .

„Verkefnið er enn í fullum gangi. Tengt þessu hefur sveitarfélagið staðið að ýmsum undirbúningsverkefnum, eins og varðandi plast- og trefjanám. Það er að rofa til í þessu á heimsvísu og miklir möguleikar framundan.“

Þetta segir Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnisstjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, um stöðu undirbúnings koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki.

Sveitarfélagið kom að stofnun félagsins UB Koltrefjar vorið 2008 ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga og Gasfélaginu, sem er í eigu Bjarna Ármannssonar. Hefur félagið unnið að því að kanna rekstrarmöguleika fyrir koltrefjaverksmiðju og reynt að afla tengsla við framleiðendur á koltrefjum erlendis. Bakslag kom í verkefnið í hruninu 2008 en því hefur verið haldið lifandi áfram.

Koltrefjar eru notaðar sem styrkingarefni í iðnframleiðslu, m.a. við framleiðslu á bílum og flugvélum, og er ætlað sökum minni þyngdar og mikils styrks að leysa af hólmi ýmis þekkt efni á borð við ál og stál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert