Dæmdur fyrir árás á Þórshöfn

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is/Skapti

Karl­maður á þrítugs­aldri var í dag dæmd­ur í Héraðsdómi Norður­lands eystra í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás á Þórs­höfn í fyrra.

Maður­inn réðst á gaml­an mann sem nú hef­ur verið kærður fyr­ir kyn­ferðis­brot. Ungi maður­inn var sýknaður af ákæru um til­raun til mann­dráps.

Árás­in er tal­in hafa verið upp­gjör vegna gam­alla mála, sam­kvæmt frétt RÚV í há­deg­is­frétt­um.

Það var í fe­brú­ar í fyrra sem maður­inn braust inná heim­ili ríf­lega sjö­tugs manns á Þórs­höfn og gekk í skrokk á hon­um með þeim af­leiðing­um að hann slasaðist al­var­lega og hlaut meðal ann­ars heila­blæðingu. Hann hef­ur ekki enn náð fullri heilsu. Ungi maður­inn var ákærður fyr­ir hús­brot, eigna­spjöll og til­raun til mann­dráps. Hann sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekki ætlað sér að ráða mann­in­um bana. Hann hefði ráðist á mann­inn vegna meintra kyn­ferðis­brota hans.

Snemma á þessu ári stigu tvær kon­ur fram og kærðu gamla mann­inn fyr­ir kyn­ferðis­brot. Þær saka hann um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega fyr­ir ára­tug­um síðan þegar þær voru börn að aldri. Lög­regl­an á Ak­ur­eyri hef­ur lokið rann­sókn þeirra mála og sent þau rík­is­sak­sókn­ara en mál­in eru að lík­ind­um fyrnd. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert