Krafa um að Daníel verði borinn út

Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum, hefur hellt niður mjólk síðan …
Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum, hefur hellt niður mjólk síðan 12. nóvember. mbl.is/Golli

Lands­banki Íslands hef­ur kraf­ist þess að Daní­el Jóns­son, bóndi á Ing­unn­ar­stöðum í Reyk­hóla­hreppi, verði bor­inn út af jörðinni. Lögmaður hans krefst þess að beiðninni verði hafnað. Daní­el hef­ur í fimm mánuði beðið eft­ir svari frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu við kæru sem hann sendi vegna ákvörðunar Mat­væla­stofn­un­ar um að svipta hann starfs­leyfi.

Mat­væla­stofn­un svipti Daní­el starfs­leyfi 12. nóv­em­ber sl. vegna at­huga­semda sem stofn­un­in gerði, m.a. vegna þess að neyslu­vatn stóðst ekki kröf­ur. Um þetta hef­ur m.a. verið fjallað í frétt á mbl.is og í ít­ar­legri frétt í janú­ar.

Hef­ur beðið eft­ir svari frá ráðuneyt­inu í fimm mánuði

Daní­el kærði strax í nóv­em­ber ákvörðun Mat­væla­stofn­un­ar til at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins. Jafn­framt óskaði hann eft­ir því að hann fengi að selja mjólk meðan ráðuneytið væri að svara bréf­inu. Því hafnaði ráðuneytið, en hann hef­ur í fimm mánuði beðið eft­ir efn­is­legu svari frá ráðuneyt­inu.

Ólaf­ur Krist­ins­son, lögmaður Daní­els, seg­ir með ólík­ind­um að ráðuneytið sé ekki búið að svara bréf­inu. And­mæl­um hafi verið skilað í janú­ar og ráðuneytið ætti því að vera búið að svara kær­unni. Hann bend­ir á að í stjórn­sýslu­lög­um séu ákvæði um máls­hraða og þau hafi verið túlkuð þannig að stjórn­vald hafi 3-4 mánuði að af­greiða kæru.

Þegar haft sé í huga að Daní­el sé bú­inn að hella niður mjólk í rúma fimm mánuði verði að telja að ráðuneyt­inu hafi borið að hraða sér­stak­lega af­greiðslu máls­ins. Hann bend­ir á að þetta mál varði líka fæðuör­yggi búfjár á Ing­unn­ar­stöðum.

Íhuga skaðabóta­mál gegn Lands­bank­an­um

Ólaf­ur tel­ur mik­inn vafa leika á að Mat­væla­stofn­un hafi farið að lög­um í þessu máli. Hann bend­ir á að Daní­el hafi verið svipt­ur starfs­leyfi á grund­velli laga um Mat­væla­stofn­un þar sem fjallað er um starfs­leyfi. Hann hafi verið svipt­ur starfs­leyfi á grund­velli þess að sýkla­lyf, horm­ón­ar eða aðskota­efni séu í mjólk­inni. Þetta eigi ekki við í þessu til­viki. Það hafi vissu­lega fund­ist saur­gerl­ar í neyslu­vatn­inu vegna óhapps, en það hafi verið lag­fært strax í haust. Staðfest sé að vatnið upp­fylli all­ar kröf­ur í dag.

Ólaf­ur seg­ir ým­is­legt fleira í þessu máli vekja furðu. Hann sjái t.d. ekki hvernig Lands­bank­an­um hafi verið heim­ilt að selja mjólk­ur­kvót­ann á jörðinni án sam­ráðs við Daní­el. „Lög­in gera ráð fyr­ir að fram­leiðand­inn eigi að fá bein­greiðslurn­ar, en ekki eig­andi kvót­ans. Ef þetta verður niðurstaðan þá eru all­ir sem búa á rík­is­jörðum í bullandi hættu, t.d. ef kem­ur upp ágrein­ing­ur milli þeirra og eig­anda,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að hann seg­ist vita að for­ystu­menn Bænda­sam­tak­anna hafi áhyggj­ur af því hvernig lög­in hafi verið túlkuð varðandi þetta atriði máls­ins.

Ólaf­ur seg­ir að verið sé að skoða grund­völl fyr­ir skaðabóta­máli gegn Lands­bank­an­um.

Hann seg­ir að þó Daní­el sé gjaldþrota hafi hann rétt­ar­stöðu ábú­anda og það séu ákvæði í lög­um hvernig hægt sé að losna við ábú­anda af jörð. Þau ákvæði verði að virða.

Sauðburður að hefjast

Ólaf­ur bend­ir á að sauðburður sé að hefjast á næstu dög­um og það sé ábyrgðar­hluti að bera Daní­el út af jörðinni á þess­um tíma árs­ins.

Staða mála á Ing­unn­ar­stöðum hef­ur verið til umræðu í hrepps­nefnd Reyk­hóla­hrepps, en sveit­ar­stjórn­in hef­ur lýst áhyggj­um af stöðunni. Lögmaður Daní­els hef­ur sent sveit­ar­stjórn­inni bréf þar sem farið er yfir stöðu máls­ins.

Daníel hefur búið á Ingunnarstöðum frá 10 ára aldri. Hann …
Daní­el hef­ur búið á Ing­unn­ar­stöðum frá 10 ára aldri. Hann er með 50 mjólk­andi kýr og mikið af kálf­um. Morg­un­blaðið/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert