Uppsagnir á geðsviði Landspítalans

Geðdeild Landspítalans við Hringbraut.
Geðdeild Landspítalans við Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjór­um starfs­mönn­um var í dag sagt upp á skrif­stofu sál­fræðiþjón­ustu og fé­lags­ráðgjaf­ar á geðsviði Land­spít­al­ans. Páll Matth­ías­son, fram­kvæmda­stjóri geðsviðsins, staðfest­ir þetta.

Ástæða upp­sagn­anna er end­ur­skipu­lagn­ing á skrif­stof­um geðsviðsins, að sögn Páls. Seg­ist hann eiga von á því að fjór­menn­ing­arn­ir fái ný störf inn­an spít­al­ans ef það ósk­ar þess. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert