Ólafía tekin við sem formaður VR

Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR.

Nýr formaður, stjórn og trúnaðarráð tóku formlega við á aðalfundi VR sem haldinn var í gærkvöldi. Í ræðu sinni fjallaði Ólafía B. Rafnsdóttir, nýkjörinn formaður, um komandi kjarasamninga og sagði brýnt að verkalýðshreyfingin taki forystu um nýja þjóðarsátt um stöðugleika á vinnumarkaði og fái til liðs við sig vinnuveitendur og stjórnvöld.

fundinum var farið yfir ársskýrslu félagsins fyrir starfsárið 2012 til 2013 sem og reikninga ársins 2012 sem bornir voru undir fundinn og samþykktir samhljóða, að því er fram kemur á vef VR.

Afkoma félagsins á árinu 2012 nam 659 milljónum króna miðað við 588 milljónir króna árið á undan. Fjármagnsliðir jukust og námu 542 milljónum. Rekstrartekjur jukust um 8% frá árinu 2011 og má m.a. rekja það til iðgjaldaaukningar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og fjölgunar í félaginu.

Rekstrargjöld lækkuðu um 4% á milli ára en greiðslur bóta og styrkja úr Sjúkrasjóði VR og varasjóði jukust um 250 milljónir eða 24%. Aukning í greiðslum sjúkrasjóðs eru að langstærstum hluta vegna sjúkradagpeninga. Styrkgreiðslur úr VR varasjóði jukust um 16% á milli ára og nýttu um 45% félagsmanna sjóðinn eða rúmlega 13 þúsund og hafa aldri fleiri félagsmenn nýtt sér sjóðinn frá stofnun hans. Greiðslur úr varasjóði fara einkum í að greiða fyrir heilsutengda þjónustu af ýmsu tagi, s.s. líkamsrækt. Raunávöxtun eignasafns VR var 3,05%.

Lögð var fram tillaga um framlag í VR varasjóð að upphæð um 480 milljónir króna vegna ársins 2012 og og rúmlega tíu milljóna króna aukaframlag vegna ársins 2011. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Á fundinum var samþykkt tillaga um óbreytt félagsgjald, 0,7%, sem og tillaga um óbreytt laun stjórnarmanna. Lagabreytingar Nokkrar tillögur að breytingum á lögum VR voru lagðar fram á fundinum.

Stefán Einar Stefánsson lét af störfum sem formaður eftir tveggja ára setu. Í ræðu sinni leit hann yfir farinn veg og þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi og skipulagi félagsins á þeim tíma. Hann gerði að umtalsefni þann árangur sem náðist fram með síðustu kjarasamningum og lagði áherslu á mikilvægi þess að verkalýðshreyfingin stæði saman að gerð næstu samninga.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert