Myrká auglýst til ábúðar

Hörgárdalur að vetri.
Hörgárdalur að vetri. Árni Sæberg

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst til ábúðar ríkisjarðirnar Myrká í Hörgárbyggð og Fellsás í Breiðdalshreppi.

Í auglýsingu um Myrká segir að um lífstíðarábúð sé að ræða. Umsóknarfrestur er til 10. maí. Ekkert greiðslumark fylgir með í leigunni.

Á jörðinni er íbúðarhús í þokkalegu ástandi,  útihúsin eru hins vegar sæmileg eða léleg.  Samkvæmt fasteignaskrá er ræktað land 24,7 ha.

Jörðin:

  • Ríkisjörðin Myrká er talin 1.540 ha að stærð, þar af eru um 1.270 ha rýrt land og gróðursnautt fjalllendi.  Hún er staðsett innarlega í Hörgárdal.  2.200 m2 afgirtur grafreitur er á bæjarhlaðinu.
  • Formlegri ábúð lauk haustið 2012.
  • Fasteignir á jörðinni eru eftirfarandi:
  • Íbúðarhús er á tveimur hæðum, upphaflega byggt árið 1939, 65,0 m2.  Viðbygging, 134,8 m2 er frá árinu 1952.
  • Fjárhús með áburðarkjallara, 111,3 m2, byggt árið 1961.
  • Fjárhús, 267,6 m2, byggt árið 1958.
  • Fjárhús með áburðarkjallara, 110,1, byggt árið 1940.
  • Hlaða með súgþurrkun, 213,2 m2, byggð árið 1972.
  • Geymsla, 64,8 m2, byggð árið 1961.
  • Einnig fylgir veiðiréttur í vatnasvæði Hörgár/Öxnadalsár (70 hlutir af 7967).

Um Fellsás 

Fellsás er einnig auglýstur til lífstíðarábúðar.  

<span>Ekkert greiðslumark fylgir með í leigunni. </span><span>Á jörðinni er íbúðarhús í þokkalegu ástandi,  útihúsin eru hins vegar léleg.</span>

<span>Samkvæmt fasteignaskrá er ræktað land 35,5 ha, en samkvæmt mælingu á loftmynd eru túnin talin 24,85 ha.</span>

<h4>Jörðin:</h4>

Ríkisjörðin Fellsás er talin 135 ha að stærð og er staðsett við hringveginn, neðarlega í Breiðdalnum.<br/>Formlegri ábúð lauk í árslok 2012.

<h4>Fasteignir á jörðinni eru eftirfarandi:</h4><ul> <li>Íbúðarhús er á tveimur hæðum, 137,4 m2, byggt árið 1955.</li> <li>Fjós, 173,6 m2, byggt árið 1961.</li> <li>Fjárhús, 59,5 m2, byggt árið 1958.</li> <li>Hlaða, 201 m2, byggð árið 1958.</li> <li>Votheysturn 6,4 m2, byggður 1962.</li> <li>Mjólkurhús, 62,0 m2, byggt 1966.</li> <li>Bílskúr, 36,1 m2, byggður 1955.</li> <li>Einnig fylgir 0,8 % veiðiréttur í Breiðdalsá.</li> </ul><div><a href="http://www.fjarmalaraduneyti.is/auglysingar/nr/16658">Hér </a>má sjá nánari upplýsingar um jarðirnar.</div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert