Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eru flutt frá Reykjavíkur austur á Fljótsdalshérað. Sigmundur Davíð er sem kunnugt er í framboði í Norðaustur-kjördæmi.

Frá þessu er sagt í frétt í Vikudegi. Þjóðskrá Íslands segir að lögheimili Sigmundar Davíðs sé að Hrafnabjörgum III, í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði.

Jónas Guðmundsson, sem býr á Hrafnabjörgum, er harður stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert