Tekst Íslandi að útrýma vændi?

Lögreglan viðurkennir að framfylgja hefði þurft betur lögum sem banna …
Lögreglan viðurkennir að framfylgja hefði þurft betur lögum sem banna væntiskaup. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ísland er ákveðið í því að út­rýma elstu at­vinnu­grein í heimi. Mun það tak­ast?“ Þetta seg­ir í fyr­ir­sögn í breska blaðinu Econom­ist, en í grein­inni er sagt frá bar­áttu ís­lenskra stjórn­valda gegn vændi og klámi.

Í grein­inni er rifjað upp að á Íslandi hafi árið 2009 verið sett lög sem kveða á um að refsa skuli þeim sem kaupa vændi. Árið eft­ir hafi verið sett lög sem banna starf­semi nekt­arstaða. Enn­frem­ur er sagt frá því að inn­an­rík­is­ráðherra hafi falið refsirétt­ar­nefnd að vinna að frum­varpi til breyt­inga á hegn­ing­ar­lög­um í því skyni að spyrna við klám­væðingu. Kanna á hvort varsla á klámi verði bönnuð, en einnig hvort hægt verði að gera lög­reglu kleift að loka á dreif­ingu klám­efn­is.

Ekk­ert land í heim­in­um hef­ur tek­ist að ná fullri stjórn á viðskipt­um með kyn­líf, hvorki með laga­setn­ingu né refs­ing­um. En um all­an heim, sér­stak­lega í rík­um lýðræðis­ríkj­um, fylgj­ast stjórn­völd með því hvort Íslandi tekst að gera þetta, með það í huga að fylgja for­dæmi þeirra,“ seg­ir í grein­inni.

Tekið fram að ekki sé búið að fjalla um þessa til­lögu á þingi og málið kunni að daga uppi eft­ir kosn­ing­ar, en reiknað sé með að rík­is­stjórn­in tapi í kosn­ing­un­um.

Í grein­inni seg­ir að ef til­lag­an verði samþykkt verði Íslandi í hópi fárra landa í heim­in­um sem banni nekt­arstaði, vændi og klám. Eitt af fáum lönd­um sem það geri sé Sádi-Ar­ab­ía, en á lista World Economic For­um sé það landi í 131. sæti af 135 lönd­um yfir lönd þar sem mest jafn­rétti ríki.

Ísland standi hins veg­ar framar­lega í jafn­rétt­is­mál­um. Helm­ing­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé kon­ur, 25 af 63 þing­mönn­um séu kon­ur og for­sæt­is­ráðherra lands­ins sé sam­kyn­hneigð kona.

Í grein­inni seg­ir að eng­in feimni ríki á Íslandi gagn­vart umræðu um kyn­líf. Heim­ild­ar­mynd um kyn­líf hafi ný­lega verið sýnd í skól­um. Smokk­ar séu seld­ir í stór­mörkuðum og hjálp­ar­tæki ástar­lífs­ins selj­ist vel.

Öflug fem­insta-hreyf­ing sé á Íslandi og hún hafi beitt sér af krafti gegn klámiðnaðinum.

Í grein­inni er síðan fjallað um ár­ang­ur að þeim lög­um sem sett hafa verið á síðustu árum. Fram kem­ur að með laga­setn­ingu hafi að mestu verið kippt fót­un­um und­an rekstri nekt­arstaða. Haft er eft­ir Helga Gunn­laugs­syni pró­fess­or í fé­lags­fræði og af­brota­fræði, grun­ur leiki á að staðirn­ir hafi tengst vændi og fíkni­efnaviðskipt­um, auk þess sem brotið hafi verið á rétti þeirra kvenna sem þar störfuðu.

Í grein­inni seg­ir að ekki sé eins skýr ár­ang­ur af setn­ingu laga sem bönnuðu kaup á vændi. Haft er eft­ir lög­regl­unni að bet­ur hefði mátt ganga að fram­fylgja þeim. Um 20 menn hafi verið kærðir fyr­ir að kaupa vændi en nöfn þeirra hafi ekki verið birt.

Sig­ríður Hjaltested sak­sókn­ari seg­ir í sam­tali við Econom­ist, að ástæðan fyr­ir því að ekki hafi gengið bet­ur að fram­fylgja lög­un­um sé m.a. skort­ur á fjár­magni og starfs­fólki. Lög­regl­an leggi höfuðáherslu á rann­sókn nauðgun­ar­mála og mála sem tengj­ast kyn­ferðis­brot­um gegn börn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert