Íslands bíða verkefni í ríkisfjármálunum sem eru um margt einstök, samkvæmt því sem fram kom á fundum Katrínar Júlíusdóttur fjármála- og efnahagsráðherra með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í gær.
Í dag laugardag sækir ráðherra fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og mun auk þess eiga fund með Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur Íslands.