Íslands bíða verkefni í ríkisfjármálunum sem eru um margt einstök, samkvæmt því sem fram kom á fundum Katrínar Júlíusdóttur fjármála- og efnahagsráðherra með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í gær.
<span><span>Katrín fundaði með þeim Dariu Zakharovu, yfirmanni sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Julie Kozack, deildarstjóra í Evrópudeild AGS, í tengslum við vorfund AGS og Alþjóðabankans sem haldinn í Washington dagana 19-21. apríl.<br/> <br/>Á <a href="http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/16692">vef fjármálaráðuneytisins</a> segir að losun fjármagnshafta hafi verið eitt aðalefni fundar þeirra Dariu og Katrínar, enda bæði flókið viðfangsefni og um margt sérstakt. Katrín lagði áherslu á að stuðningur og sérfræðiráðgjöf AGS hafi skipt miklu máli, bæði hvað varðar ríkisfjármálahliðina og málefni fjármálamarkaða. Af hálfu AGS er fylgst náið með framvindunni og vilji til að halda áfram ráðgjöf og stuðningi enda hafi margt tekist afar vel.<br/> <br/>„Skilaboðin voru um mikilvægi þess að sýna áfram ábyrgð í ríkisfjármálum svo hægt sé að byrja að greiða niður skuldir og að vanda áætlun um losun fjármagnshafta,” er haft eftir Katrínu Júlíusdóttur. </span></span>Í dag laugardag sækir ráðherra fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og mun auk þess eiga fund með Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur Íslands.