Ekkert banaslys vegna ölvunar

Engin lést vegna ölvunaraksturs árið 2012.
Engin lést vegna ölvunaraksturs árið 2012. Júlíus Sigurjónsson

Þau sögu­legu tíðindi áttu sér stað árið 2012 að ekk­ert bana­slys varð af völd­um ölv­un­ar. Þetta er ein­stakt og ekki finn­ast önn­ur dæmi um þetta í gagna­grunni slysa­skrán­ing­ar­inn­ar sem nær aft­ur til 1986. 

Al­gengt er að 2-3 ölvaðir öku­menn verði vald­ir að bana­slysi á hverju ári. Þó eru dæmi um mun fleiri bana­slys vegna ölv­un­ar, t.d. árið 2006 þegar 9 öku­menn ollu dauða í um­ferðinni. Þetta eru því afar góð tíðindi.

Þess ber þó að geta að hlut­fall ölv­unar­akst­urs af heild­ar­fjölda slysa er lít­ils­hátt­ar hærra árið 2012 en meðaltal 10 ára á und­an. Meðaltalið er 5,3% en árið 2012 var það 5,7%. Þetta kem­ur fram í slysa­skýrslu Um­ferðar­stofu árið 2012.

Ung­ir karl­ar aka valda flest­um ölv­un­ar­slys­um

42 slys sem rekja má til ölv­unar­akst­urs enduðu með meiðslum árið 2012. Þar af 6 með al­var­leg­um meiðslum. Af þess­um 42 slys­um voru karl­menn vald­ir að 39 en kon­ur 3.

Flest­ir þeir sem ollu slys­um vegna ölv­unar­akst­urs á ár­inu voru á aldr­in­um 17-26 ára, eða sam­tals í 60 til­fell­um. Næst­stærsti hóp­ur­inn var öku­menn á aldr­in­um 27-36 ára, sem ollu alls 42 slys­um vegna ölv­un­ar. Af þessu má ráða að hinn dæmi­gerði ölvaði ökumaður sem veld­ur slysi er því ung­ur karl­maður.

Þrátt fyr­ir að ekk­ert bana­slys hafi orðið vegna ölv­un­ar við akst­ur lést einn í um­ferðinni af völd­um fíkni­efna­notk­un­ar og einn vegna lög­legra lyfja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert