Mikið að gera í apótekum landsins vegna breytinga

mbl.is/Friðrik

Áberandi fleiri hafa komið í apótek landsins og tekið út lyf síðastliðna daga en venjulega.

Starfsmenn Lyfjavers, Garðsapóteks og Lyfju telja líklegt að aukninguna megi rekja til fyrirhugaðra breytinga á greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa sem taka gildi 4. maí næstkomandi.

„Það er talsvert meira að gera en venjulega,“ segir Magnús Steinþórsson, rekstrarstjóri Lyfjavers, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að mikið sé tekið út af öllum lyfjum og undanfarna daga hafi verið allt að 25% meiri sala en venjulega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert