Ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á leið sinni milli Egilstaða og Reyðarfjarðar í gær. Hann mældist á 164 km hraða, en það er heldur hraðar en aka má á þessum slóðum.
Ökumaðurinn braut ekki aðeins umferðarlög með hraðakstri sínum, heldur er hann einnig grunaður um ölvun við akstur. Hann verður sviptur ökuréttindum tímabundið og fær þar að auki háa sekt fyrir hraðaksturinn.