Fengu lóð undir nýja kirkju

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Hafnarfjarðarbær afhenti í dag Ástjarnarsókn formlega lóð undir kirkju í tilefni af vísitasíu biskups í sókninni. Eins og staðan er í dag hefur Ástjarnarsókn aðstöðu í tveimur kennslustofum sem hafa verið reistar í jaðri kirkjulóðarinnar. Fram kemur á vefsíðu Þjóðkirkjunnar að söfnuðurinn hafi fyrir löngu sprengt það húsnæði utan af sér enda hverfið stórt og starfsemin umfangsmikil.

Viljayfirlýsing um lóð var undirrituð fyrir nokkrum árum og var ákveðið að nota tækifærið þegar biskup vísiteraði í Hafnarfirði til að afhenda sókninni lóðina formlega. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, greindi ennfremur frá því að bærinn skoðaði möguleika á aðkomu að kirkjubyggingunni.

Geir Jónsson, formaður sóknarnefndar Ástjarnarsóknar, sagði af þessu tilefni að næsta skref væri að kalla fólk til undirbúningsvinnu og sagðist hann vænta góðs samstarfs í þeim efnum bæði við kirkjustjórnina og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði.

Vefsíða Þjóðkirkjunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert