Herdís í stjórn evrópsku lagaakademíunnar

Herdís Þorgeirsdóttir.
Herdís Þorgeirsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Her­dís Þor­geirs­dótt­ir hef­ur verið skipuð í stjórn evr­ópsku laga­aka­demí­unn­ar (ERA /Europe­an Aca­demy of Law), sem stofnuð var 1992 af aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og bygg­ir á föst­um fram­lög­um þeirra, til að mæta þörf á auk­inni þekk­ingu á sviði evr­ópskr­ar lög­gjaf­ar.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

 Evr­ópsku laga­aka­demí­unni var val­inn staður í Trier vegna ná­lægðar við Evr­ópu­dóm­stól­inn og EFTA-dóm­stól­inn í Lux­em­borg. Þangað sækja lög­fræðing­ar, dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, lög­menn og þeir sem starfa í stjórn­sýslu nám­skeið.

Jafn­framt skipu­legg­ur evr­ópska laga­aka­demí­an ráðstefn­ur og nám­skeið víða um Evr­ópu, fjar­nám og gef­ur út lög­fræðitíma­ritið ERA For­um.

 Her­dís Þor­geirs­dótt­ir er for­seti Evr­ópu­sam­taka kven­lög­fræðinga frá 2009 og end­ur­kjör­in 2011. Hún er  full­trúi Íslands í Fen­eyj­ar­nefnd Evr­ópuráðsins; formaður und­ir­nefnd­ar Fen­eyj­ar­nefnd­ar­inn­ar um grund­vall­ar­rétt­indi og í stjórn vís­indaráðs Fen­eyj­ar­nefnd­ar­inn­ar. Þá starfar hún í teymi evr­ópskra lög­fræðinga á sviði jafn­rétt­is­lög­gjaf­ar. 

Hún var skipuð pró­fess­or við laga­deild­ina á Bif­röst 2004. Hún lauk doktors­prófi í lög­um frá laga­deild há­skól­ans í Lundi 2003 og er sér­fræðing­ur á sviði mann­rétt­inda og stjórn­skip­un­ar. Her­dís er einnig stjórn­mála­fræðing­ur með fram­halds­mennt­un frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Banda­ríkj­un­um. Her­dís er lögmaður í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert