Kajakræðari fórst í Herdísarvík

mbl.is

Kajakræðari fórst í Herdísarvík í gær. Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn og náðu manninum úr sjónum, en hann var þá látinn.

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu laust eftir kl. 15 í gær frá vegfaranda sem var á ferð í Herdísarvík. Hann hafði komið auga á kajak við ströndina og sá að maður hékk utan á bátnum og átti greinilega í vandræðum.

Lögreglan kallaði strax eftir aðstoð þyrlu og björgunarsveita frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Áhöfn þyrlunnar náði manninum upp úr sjónum. Strax voru hafnar lífgunartilraunir á manninum, en þær báru ekki árangur.

Björgunarsveitarmenn frá Mannbjörgu í Þorlákshöfn komu á staðinn um svipað leyti og þyrlan og aðstoðaði áhöfn þyrlunnar og vettvangi.

Maðurinn var einn á ferð á kajaknum. Hann var rúmlega fimmtugur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert