Kynhneigð getur kostað hana lífið

Kasha Jacqueline Nabagesera er stödd á Íslandi á vegum Amnesty …
Kasha Jacqueline Nabagesera er stödd á Íslandi á vegum Amnesty International en hún er baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks í Úganda. mbl.is/Rósa Braga

Stór­an hluta ævi sinn­ar hef­ur Kasha Jacqu­el­ine Naba­gesera þurft að berj­ast fyr­ir því að njóta mann­rétt­inda sem okk­ur Íslend­ing­um þykja sjálf­sögð. Hún var ít­rekað rek­in úr skóla, beitt of­beldi og henni hótað. Hún hef­ur þurft að horfa upp á vini sína myrta, nauðgað og beitta ým­is­kon­ar of­beldi. Það sem hún hef­ur unnið sér til saka er að vera lesbía í Úganda. Svo get­ur farið að kyn­hneigð henn­ar kosti hana lífið en hún ætl­ar samt ekki að gef­ast upp.

Kasha Jacqu­el­ine Naba­gesera hef­ur bar­ist fyr­ir rétt­ind­um sam­kyn­hneigðra um langt skeið þrátt fyr­ir að vera ein­ung­is 33 ára að aldri. Enda var hún ekki göm­ul þegar hún fékk að finna fyr­ir því að hún væri óæski­leg þar sem hún er lesbía en hún hef­ur aldrei farið leynt með kyn­hneigð sína. Þegar hún var ung­ling­ur var hún ít­rekað rek­in úr skóla fyr­ir það eitt að vera lesbía. En hún er ekki ein þeirra sem gefst upp og með dygg­um stuðningi fjöl­skyld­unn­ar lauk hún námi í mann­rétt­inda­lög­fræði.

 Naba­gesera  er stödd á Íslandi á veg­um mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal þar sem hún tek­ur meðal ann­ars þátt í umræðum um mann­rétt­indi, ræðir við þing­menn, há­skóla­nema og starfs­fólk ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um stöðu hinseg­in fólks í Úganda.

Sam­kyn­hneigð yrði dauðasök

Hún hef­ur und­an­far­in ár farið víða um heim­inn þar sem upp­lýs­ir fólk um ástand mála í Úganda.  þar sem frum­varp til laga hef­ur verið til umræðu á þingi lands­ins í fjög­ur ár varðandi sam­kyn­hneigð. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður sam­kyn­hneigð glæp­sam­legt at­hæfi og þeir sem verða fundn­ir sek­ir um glæp­inn eiga yfir höfði sér harða dóma, svo sem dauðarefs­ingu. Sam­kvæmt frum­varp­inu verðu það skylda að til­kynna það til yf­ir­valda gruni þá ein­hvern um að vera sam­kyn­hneigðan. Ef fólk brýt­ur gegn þessu á það yfir höfði sér allt að þriggja ára fang­elsi.

Frum­varpið var fyrst lagt fram í októ­ber 2009 en í dag eru sam­bönd sam­kyn­hneigðra ólög­leg í Úganda eins og víða í ríkj­um sunn­an Sa­hara eyðimerk­ur­inn­ar. Í Úganda á fólk sem verður upp­víst að því að eiga í sam­bandi við aðra mann­eskju af sama kyni yfir höfði sér allt að fjór­tán ára fang­elsi. Frá þeim tíma hef­ur frum­varpið verið rætt á þingi reglu­lega en í nóv­em­ber 2012 lýsti for­seti þings­ins því yfir að frum­varpið yrði að lög­um fyr­ir árs­lok, einskon­ar jóla­gjöf til stuðnings­manna þess. Frum­varpið er ekki enn orðið að lög­um en það get­ur gerst hvenær sem er og ótt­ast  Naba­gesera að það geti gerst hvenær sem er.

Hún seg­ir að mik­ill meiri­hluti Úganda­búa vilji herða viður­lög við sam­kyn­hneigð. Það sé viðtek­in skoðun að sam­kyn­hneigðir séu hættu­leg­ir sam­fé­lag­inu,  einkum og sér í lagi séu þeir hættu­leg­ir börn­um sem þeir geti spillt og gert þau sam­kyn­hneigð. Þess vegna sé rétt að lim­lesta og jafn­vel taka af lífi þá sem eru hinseg­in.

Að sögn Naba­gesera hef­ur það eðli­lega mik­il áhrif á líðan sam­kyn­hneigðra í Úganda sú óvissa sem fylg­ir því að vita ekki hvort frum­varpið verði samþykkt eður ei. „Bara það að þú vit­ir ekki hvar þú ert stadd­ur þegar þing­heim­ur samþykk­ir frum­varpið sem lög. Til að mynda ef þú ert stadd­ur á markaði þegar það ger­ist þá væri jafn lík­legt að hinseg­in fólk sem er þekkt op­in­ber­lega verði hand­tekið á staðnum,“  seg­ir hún og bæt­ir við að því miður telji marg­ir að lög­in hafi þegar verið samþykkt og taki lög­in í sín­ar hend­ur enda séu sam­kyn­hneigðir rétt­dræp­ir.  

Hatrið mest meðal unga fólks­ins

Að sögn Naba­gesera er það ungt fólk sem geng­ur hvað lengst í hatri sínu á sam­kyn­hneigðum í Úganda. Landi þar sem meiri­hlut­inn er krist­inn, flest­ir mót­mæl­end­ur. Inn í trúna bland­ast menn­ing álf­unn­ar. Meðal þess sem trú­ar­leiðtog­ar halda fram er að sam­kyn­hneigð sé bein ógn við fjöl­skyld­ur og hafa þess­ar skoðanir þeirra notið stuðnings unga fólks­ins í Úganda en einnig banda­rískra safnaða sem hafa boðað fagnaðar­er­indið í Úganda þar sem al­menn­ing­ur hef­ur verið upp­lýst­ur um þá hættu sem stafi af hinseg­in fólki.

Að sögn Naba­gesera hef­ur þetta síst auðveldað hinseg­in fólki lífið í Úganda. Þung­lyndi er al­gengt meðal þeirra og ýms­ir hafa orðið fyr­ir því að vera út­skúfaðir af fjöl­skyld­um sín­um og þurft að flýja land.  

Fjöl­skylda Naba­gesera hef­ur alltaf staðið þétt við bakið á henni í bar­átt­unni fyr­ir mann­rétt­ind­um þó svo að fjöl­skyld­an hafi líkt og hún þurft að fórna ýmsu.  

Eft­ir að Naba­gesera flutti ræðu á ráðstefnu í Naíróbí í Ken­ía árið 2007 þar sem hún lýsti þeim veru­leika sem hún og aðrir sam­kyn­hneigðir þurfa að búa við í heim­in­um varð hún ít­rekað fyr­ir árás­um. Frá þeim tíma hef­ur hún ekki getað átt fast­an sam­an­stað nema í stutt­an tíma í senn. Hún seg­ir að ef fjöl­skylda henn­ar hefði ekki staðið svo þétt við bakið á henni hefði hún senni­lega gef­ist upp. Hún hafi horft upp á vini sína þvingaða í hjóna­band, misþyrmt, út­hýst, rekna úr skóla, úr vinnu og neitað um heil­brigðisþjón­ustu. Þetta gildi líka um þá sem styðja bar­áttu sam­kyn­hneigðra, trans­fólks og tví­kyn­hneigða í Úganda. Hatrið nái langt út fyr­ir raðir þeirra sem eru hinseg­in. Það sé nóg að vera barn ein­hvers sem hef­ur op­in­ber­lega lýst yfir stuðningi við bar­áttu þeirra eða hafi unnið fyr­ir sam­tök sem Naba­gesera stofnaði ásamt fleir­um fyr­ir nokkr­um árum, Freedom and Roam Ug­anda (FARUG). Slík­ur stuðning­ur þýði að börn viðkom­andi verða fyr­ir aðkasti í skóla og hvar sem er mæti þeim hat­ur.

Mun aldrei gef­ast upp þó svo það geti kostað hana lífið

Þrátt fyr­ir að hafa oft verið í lífs­hættu, verið hótað og orðið fyr­ir árás­um ætl­ar Naba­gesera ekki að gef­ast upp. Hún sé ekki ein á báti, það hafi alltaf ein­hverj­ir þurft að berj­ast fyr­ir því að njóta stjórn­ar­skrár­bund­inna rétt­inda  í gegn­um tíðina. „Ég hef séð vini mína myrta, pyntaða, þeim nauðgað og þá neydda í út­legð í gegn­um árin. En þó svo ég lifi það ekki af að sjá mann­rétt­indi hinseg­in fólks tryggð í Úganda þá hef ég að minnsta kosti lagt mitt af mörk­um til að tryggja mann­rétt­indi þessa hóps,“ seg­ir Naba­gesera.

At­hygli alþjóðasam­fé­lag­ins hef­ur haft sitt að segja í bar­átt­unni, meðal ann­ars þegar dag­blað í Úganda birti árið 2010 mynd­ir og nöfn landa sinna sem blaðið staðhæfði að væru hinseg­in, und­ir fyr­ir­sögn­inni „Hengj­um þau“! Nafn Naba­gesera og sam­starfs­fé­laga henn­ar Dav­id Kato voru meðal þeirra sem birt var í blaðinu ásamt mynd en þau kærðu síðar blaðið fyr­ir að hvetja til of­beld­is í garð hinseg­in fólks og brutu þannig  blað í mann­rétt­inda­bar­átt­unni í Úganda.

Naba­gesera skýrði sjálf þetta skref þannig að þau hefðu gert til­raun til að „vernda það einka­líf og ör­yggi sem all­ir ættu rétt á“. Dav­id Kato var síðar myrt­ur í kjöl­far laga­deil­unn­ar. Hún seg­ir að þetta sé ekki í eina skiptið sem dag­blað í Úganda birt­ir mynd­ir og upp­lýs­ing­ar um hinseg­in fólk. Meðal ann­ars var ráðist á sam­starfs­konu Naba­gesera ný­verið og hún beitt of­beldi. Ann­ar fé­lagi henn­ar varð fyr­ir því fyr­ir stuttu að kveikt var í húsi. Það varð hon­um til lífs að hann hafði skroppið út þegar brennu­varg­arn­ir kveiktu í.

Eng­in lausn að svipta Úganda þró­un­araðstoð

Rík­is­stjórn­ir ým­issa ríkja og alþjóðleg mann­rétt­inda­sam­tök hafa lagt það til að Úganda verði svipt þró­un­ar­styrkj­um út af brot­um á alþjóðleg­um sátt­mál­um um mann­rétt­indi. En Naba­gesera tel­ur að það sé ekki rétt á þessu stigi að ganga svo langt því það gefi þeim sem berj­ast gegn sam­kyn­hneigðum byr und­ir báða vængi, að það væri hægt að kenna sam­kyn­hneigðum um að landið fengju ekki stuðning frá alþjóðasam­fé­lag­inu.

Þess hef­ur verið kraf­ist að stjórn­völd  í Úganda taki af skarið og vísi frum­varp­inu frá en því neita stjórn­völd og segja að það brjóti gegn menn­ingu þeirra og frum­varpið sé ekki stjórn­ar­frum­varp. Aft­ur á móti hafi stjórn­völd í Úganda samþykkt að rann­sókn fari fram á of­beldi gagn­vart hinseg­in fólki og að reynt verði að vernda þá sem eru sam­kyn­hneigðir fyr­ir of­beldi.

Staðan ekk­ert betri í Kam­erún og Níg­er­íu

„Ég velti því nú samt fyr­ir mér hvernig þeir ætla að vernda okk­ur á sama tíma og þeir und­ir­búa laga­setn­ingu sem heim­il­ar þeim að taka okk­ur af lífi,“ seg­ir Naba­gesera.

„Ég viður­kenni líka að ég spyr sjálfa mig oft þeirr­ar spurn­ing­ar hvort mark sé tak­andi á Sam­einuðu þjóðunum og þeim ríkj­um inn­an þeirra vé­banda sem segj­ast styðja og vernda mann­rétt­indi og leyfa síðan ríkj­um að kom­ast upp með að mann­rétt­indi séu brot­in úti um all­an heim því Úganda er ekki eina ríkið í heim­in­um sem brýt­ur grimmi­lega á mann­rétt­ind­um hinseg­in fólks. Sjáðu ná­granna­rík­in, Níg­er­íu og Kam­erún. Ástandið er ekk­ert betra þar.“

Naba­gesera seg­ir að á ferðum sín­um um heim­inn reyni hún að afla sam­tök­un­um FARUG fjár­hags­legs stuðnings því bar­átt­an kost­ar sitt og meðal ann­ars fá sam­kyn­hneigðir oft ekki aðgang að heil­brigðisþjón­ustu í Úganda. Enda telja marg­ir íbú­ar Úganda að snert­ing við sam­kyn­hneigt fólk geti smitað fólk af sam­kyn­hneigð og eins beri þeir hættu­lega sjúk­dóma. Það væri því mun betra ef þró­un­ar­hjálp­inni sem renn­ur til Úganda yrði út­hlutað til hjálp­ar­sam­taka og mann­rétt­inda­sam­taka í stað þess að stjórn­völd fái aðstoðina í hend­ur. Því ekki sé lík­legt að sam­tök eins og FARUG fái stuðning frá rík­inu til þess að höfða mál gegn rík­inu vegna brota á fé­lög­um inn­an sam­tak­anna.

Eins og áður sagði er Naba­gesera einn af stofn­fé­lag­um FARUG og hef­ur verið þar við  stjórn­völ­inn frá upp­hafi. Hún hef­ur hins veg­ar ákveðið að stíga til hliðar í lok júní og fela yngra fólki að stýra bar­átt­unni heima fyr­ir.

Í októ­ber árið 2011 vann hún til Mart­in Ennals-verðlaun­anna fyr­ir starf sitt í þágu mann­rétt­inda, en hún er fyrst til að hljóta verðlaun­in fyr­ir bar­áttu sína fyr­ir rétt­ind­um hinseg­in fólks.

Verðlaun­in eru viður­kenn­ing á þraut­seigju og staðfestu Naba­gesera við að berj­ast fyr­ir rétti hinseg­in fólks og binda enda á and­rúms­loft ótta sem það upp­lif­ir dag hvern í Úganda. Bar­áttu­hug­ur Naba­gesera er bar­áttu­fólki fyr­ir mann­rétt­ind­um hinseg­in fólks um heim all­an mik­ill inn­blást­ur, seg­ir á vef Am­nesty In­ternati­onal.

Annað kvöld verður heim­ild­ar­mynd­in Kallið mig Kuchu sem fjall­ar um bar­áttu sam­kyn­hneigðra í Úganda sýnd í Bíó Para­dís. Að sýn­ingu mynd­ar­inn­ar lok­inni svar­ar Naba­gesera fyr­ir­spurn­um úr sal.

Miðviku­dag­inn 24. apríl flyt­ur hún fyr­ir­lest­ur um mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks í há­deg­inu í Öskju, nátt­úru­fræðihúsi Há­skóla Íslands.

Gríðarlegar breytingar hafa orðið á viðhorfi fólks til samkynhneigðra á …
Gríðarleg­ar breyt­ing­ar hafa orðið á viðhorfi fólks til sam­kyn­hneigðra á und­an­förn­um ára­tug­um en víða er enn langt í land. AFP
Leikstjórinn David Cecil var handtekinn í Úganda í fyrra fyrir …
Leik­stjór­inn Dav­id Cecil var hand­tek­inn í Úganda í fyrra fyr­ir leik­rit sem hann sýndi um sam­kyn­hneigðan mann. Hon­um var síðar vísað úr landi AFP
Jón Gnarr, borgarstjóri er ötull stuðningsmaður mannréttinda og í gleðigöngunni …
Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri er öt­ull stuðnings­maður mann­rétt­inda og í gleðigöng­unni í fyrra sýndi hann pönk­sveit­inni Pus­sy Riot stuðning. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert