Vetur og sumar frjósa líklega saman

Hið fegursta veður var í Bláfjöllum í gær.
Hið fegursta veður var í Bláfjöllum í gær. mbl.is/Ómar

Miðað við veðurspár eru nokkuð góðar horfur á því að vetur og sumar muni frjósa saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður köld norðanátt með strekkingi þessa nótt.

Það yrði því einkum syðsti hluti landsins sem gæti haldist yfir frostmarki en það er þó talið ólíklegt. Gömul þjóðtrú hermir að fari hitinn niður fyrir frostmark þá nótt sé það til merkis um að sumarið verði veðragott.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert