80% hækkun launa skilaði 3% aukningu kaupmáttar

Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar launþega kætast í Karphúsinu við undirskrift …
Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar launþega kætast í Karphúsinu við undirskrift kjarasamnings. mbl.is/Ómar

Mikilvægt er að líta til annarra norrænna ríkja, sér í lagi Svíþjóðar og Danmerkur, við gerð næstu kjarasamninga, þar sem áhersla hefur verið lögð á að móta samræmda launastefnu í kjaraviðræðum fyrir allan vinnumarkaðinn og halda verðbólgu í skefjum.

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samanburðurinn er sláandi að sögn hans. „Frá 2003 hefur launavísitalan hér á landi hækkað um 80% og kaupmátturinn um 3% en á sama tíma hefur launavísitala í löndum á borð við Svíþjóð og Danmörku hækkað um einhver 25 til 30% en kaupmátturinn um 12 til 14%,“ segir hann.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samtök á vinnumarkaði eru byrjuð að undirbúa sig fyrir komandi kjaraviðræður og fóru m.a. nýverið og kynntu sér hvernig staðið er að kjarasamningsgerð hjá nágrannaþjóðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert