Árni Páll: Upptaka eigna gengur ekki upp

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi umræðuna um upptöku eigna …
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi umræðuna um upptöku eigna erlendra kröfuhafa. mbl.is/Rósa Braga

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi aðgerðir ríkisstjórnarinnar tengdar erlendum fjárfestingum á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í dag. Rætt var um meðhöndlun á erlendum kröfuhöfum þrotabúa íslensku bankanna og sagði Árni að umræðan væri á þann hátt að hægt væri að fara með útlendinga á hinn og þennan veg. Líkti hann þessu við Magma-málið þar sem ríkisstjórnin hefði sagt beint að hægt væri að gera eignir útlendinga upptækar að vild, en slíkt gengi hreinlega ekki upp þar sem eignarétturinn væri varinn í stjórnarskránni.

Þá tók Árni einnig undir gagnrýni á skyndilegar skattabreytingar og sagði að ríkisstjórnin hefði átt að setjast niður í upphafi síðasta kjörtímabils og ákveða hvaða skattar myndu hækka og hvenær. Það hefði verið slæmt að bíða með ákvarðanir langt fram á tímabilið og hafa stuttan aðlögunarfrest. Sagði hann þetta vera eitthvað sem stjórnvöld þyrftu að læra af.

Frá fundi VÍB í dag. Þar svöruðu forsvarsmenn flokkanna fyrir …
Frá fundi VÍB í dag. Þar svöruðu forsvarsmenn flokkanna fyrir stefnu sína gagnvart atvinnulífinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka